Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Blaðsíða 26
Tafla 6. Kalíjafnvægi kúnna þegar þær voru í hæstri nyt.
Fóðrunarflokkar
Texti „Nóg“ kalí, fl. I og III „Ónóg" kalí
I III fl.II
Kýr nr. 12 25 2 11 32
Hæsta dagnyt (kg) 21 28 23 25 31
Fengið kalí (g/dag) — í heyi1 155 162 70 70 74
— í kjarnfóðri 35 49 46 46 60
— í salti — — 40 — —
Fengið K, samt. 190 211 156 116 134
Kalíþörf (g/dag, samkv. töflu 4) 161 185 167 174 193
Kalíjafnvægi + 29 + 26 h-5 -r-55 t-61
i Reiknað raeð 85% þurrefni í heyi.
í þessu sambandi má vitna í kúaskýrslur S. N. E. Gerð
var lausleg athugun á þeim FE fjölda, sem vantaði til að
fóðrað væri eftir nyt. Náði sú athugun yfir 112 vetrarfóðr-
aðar kýr, valdar af handahófi af svæðinu. Hæsta fóðurbætis-
gjöf einstakra kúa var borin saman við hæstu nyt viðkom-
andi mjaltaskeiðs. Með því að reikna 6 FE í heyfóðri vant-
aði þetta frá 0.5 upp í 2.9 FE á fóður kúa með dagsnyt frá
17.5 kg upp í 32.5 kg að meðaltali. Sveiflaðist þetta frá 0.5
FE umfram þörf upp í 5.5 FE skort.
Má þannig til sanns vegar færa, að kalírannsóknin hafi
þannig raunverulegra gildi, enda var lítið reynt að hafa
áhrif á framkvæmd fóðrunar kúnna að öðru leyti en lýst
hefur verið. Eftir því, sem næst verður komizt, vantaði kú
nr. 12 1.5 FE, nr. 2 2.0 FE, nr. 11 3 FE og nr. 25 og 32 um
3.5 FE til að fóðrast eftir nyt við hæstu dagsnyt.
Gefum nú gaum að myndum 1—5. Til að færast ekki of
mikið í fang í einu, en fá þó sem raunhæfastan samanburð,
skulu kýr nr. 11 og nr. 2 (Myndir 1 og 2) bornar saman sér-
28