Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 41
anum um erlent yfirlit, má nefna að kýr sækjast gjarnán í
að sleikja stöllur sínar meira en góðu hófi gegnir. Þetta ber
einnig saman við erlendar niðurstöður (Pradhan og Hemk-
en, 1968).
SAMANDREGIÐ YFIRLIT
Grein þessi ber titilinn „Fóðrun mjólkurkúa með tilliti til
nythæðar og kalímagns í íslenzku heyfóðri“.
Hámjólka kýr á svæði R. N. hafa læknast með kalígjöf af
ákveðnum kvilla, sem hefur verið samfara kalísnauðu heyi.
Þetta varð til þess, að gerð var allítarleg athugun á vegum
R. N. með að gefa nýbærum fóður með misháu kalímagni,
veturinn 1971—1972.
Tilgangur rannsóknarinnar var, með hjálp erlendra nið-
urstaðna (einkum Thompson, 1972), að leyta raka fyrir því,
hversu hátt kalímagn þyrfti að vera í íslenzku heyfóðri, —
einkum til handa hámjólka kúm.
Notaðar voru fimlm kýr at öðrum kálfi í rannsóknina.
Fengu tvær þeirra, nr. 12 og 25, hey með „normal“ kalí-
magni (1,66% K í þurrefni), en þrjár, nr. 11, 32, og 2, hey
með lágu kalímagni (1.16% K í þurrefni). Ein hinna síð-
astnefndu, nr. 2 fékk viðbótarkalí, sem svaraði til u. þ. b.
40 g K á dag þegar hún var í hæztri nyt. Auk þess, sem fylgst
var með fóðuráti og nythæð kúnna, var sýrustig (pH) og
kalí- og natríumstyrkur þvags þeirra ákvarðaður, bæði
kvölds og morgna.
Helzstu niðurstöður urðu þessar:
1. Við þær aðstæður, sem athugunin var gerð við, kom
fram kalískortur í kúm, sem fengu 116—134 g af K á
dag, og komust í 25—31 kg nyt á dag, en ekki kúm,
sem fengu 156—211 g af K á dag og komust í 21—28 kg
dagsnyt.
2. Þær kýr, sem fengu kalílága fóðrið (nr. 11 og 32),
misstu kjarnfóðurlystina 9—13 dögum eftir burð. Hey-
át minnkaði einnig og nytin féll verulega.