Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Síða 42
3. Hinar kýrnar (nr. 12, 25 og 2) sýndu eðlilegt mjalta-
línurit og misstu aldrei lyst.
4. Kalístyrkur þvagsins og pH var mun lægra, einkum
fyrir og um átmissinn, hjá þeim kúm, sem lítið kalí
fengu.
5. F.kki reyndist unnt að lækna kýrnar á kalílága fóðrinu
eftir át- og nytmissi án þess að gefa þeim vítamín-
blöndu auk kalísalts. Þeim var einnig gefin nýrna-
hettuhormón í vöðva um sama leyti.
Helztu ályktanir voru þessar:
1. Sennileg lágmarkskalíþörf mjólkurkúa er talinn vera
0.8—1.0% kalís í þurrefni á dag. Fóðrun á þurrheyi
og kjarnfóðri eins og hún er almennt framkvæmd hér
á landi, kallar því á a. m. k. 1.0% K í þurrefni heys-
ins fyrir kýr í lágri nyt, en 1.5% K fyrir hámjólka kýr,
miðað við að kjarnfóðrið innihaldi 0.5—0.6% K.
2. Því meira, sem kýr mjólkar og/eða því minni hluti,
sem heyið er af heildarfóðrinu, því meira kalí þarf
heyið að innihalda að öðru jöfnu.
Ef til vill leiddi athugun þessi öðru fremur í ljós þörfina
fyrir frekari rannsóknum á þessu sviði.
I>AKKARORÐ
•
Öllum þeim, sem á einn eða annan máta, hafa látið aðstoð
sína í té við kalírannsóknir á nautgripum á vegum R. N.,
bæði þessa og aðrar, færi ég mínar beztu þakkir. Ástæða er,
í þessu sambandi, að nefna Gunnar Guðnason, bónda á
Bringu, Grím Jóhannesson, bónda á Þórisstöðum, Óskar
Eiríksson, bústjóra og Björn Sigurðsson, fjósameistara á
Lundi. Auk þessara manna þakka ég Jóhannesi Sigvalda-
syni, starfsbróður mínum og forstöðumanni R. N., fyrir lif-
andi áhuga á þessum rannsóknum og gagnlegar athuga-
semdir.
14