Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 45
BJARNI GUÐMUNDSSON:
SAMBAND HITASTIGS
OG ÞROSKA GRASA
INNGANGUR
Veðurfari hér á landi er þannig háttað, að gras er eini hóp-
ur fóðurjurta, sem skilar nokkurn veginn árvissri eftirtekju.
Grasið er því alger undirstaða búfjárræktar og búvörufram-
ieiðslunnar hér á landi. Þroski grasanna, vöxtur þeirra og
eftirtekja eru að verulegu leyti háð þeim skilyrðum, sem
veðurfarið setur á hverjum stað.
í eftirfarandi greinarkorni er ætlunin að gera grein fyrir
sambandi því, sem virðist vera á milli veðurfars á sprettu-
tíma grasanna og þroska tveggja grastegunda. Grastegund-
irnar eru vallarfoxgras (Phleum pratense) og vallarsveifgras
(Poa pratensis), sem eru þær grastegundir, sem algengastar
eru í túnrækt nú.
EFNI OG AÐFERÐ
Við tilraunastöðina á Hvanneyri hefur frá árinu 1960 verið
færð gróðurfarsdagbók, þar sem í er skráður þroskaferill
hinna ýmsn nytjajurta. Meðal annars hefur árlega verið
skráð, hvenær grösin skriðu, það er að segja, hvenær öxin á
stöngulendunum komu í ljós. Við það þroskastig verður
miðað hér á eftir. Erfitt er að ákvarða upp á dag, hvenær
47