Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Síða 46
grösin skríða, en eí tekið er tillit til nákvæmni við færslu
gróðurfarsdagbókarinnar á Hvanneyri, má reikna með að
nákvæmnin liggi innan markanna ± 5 dagar.
Sá þáttur veðurfars, sem hvað bezt segir til um vaxtar-
skilyrði gróðurs, er lofthitinn, bæði sökum áhrifa hitans
sjálfs og einnig sökum þess, að lofthitinn er tengdur iiðrum
þáttum, t. d. úrkomu og jarðvegshita, sem mikilvægir eru >
fyrir vöxt og þroska gróðursins. Norski vísindamaðurinn
Knut VIK (1955) hefur meðal annars gert grein fyrir áhrif-
um apríl-júní meðalhitans á þroska vallarfoxgrass og fund-
ið mj()g nána fylgni á milli þessara þátta. Aþekkar athugan-
ir innlendar liggja fyrir varðandi bygg og hafra (Klemenz
Kr. KRISTJÁNSSON, 1944) ogbirki (Heígi HALLGRÍMS-
SON, 1968).
Að öllu jöfnu hefst vöxtur túngrasa í maí, en örastur
verður hann í júní í flestum árum. Má því ætla, að veðurfar
á þessu tímabili skipti mestu máli fyrir þroska grasanna.
Af þeim sökum var athugað samhengið á milli meðalhita í
maí og júní og þess, hvenær grösin skriðu. Meðalhitinn er
fenginn úr mánaðarritinu VEÐRÁTTAN, og er hann fund-
inn út frá hitamælingum í 2 m hæð frá jörðu á veðurstöðv-
unum við Andakílsárvirkjun (1960—1963) og á Hvanneyri
(1964—1971). Andakílsárvirkjun er í 4 km fjarlægð frá
Hvanneyri, og skv. mælingum má reikna með, að meðalhit-
inn í maí og júní sé þar 0,5°G hærri en á Hvanneyri. Þessi
mismunur var leiðréttur.
NIÐURSTÖÐUR
Mynd 1 sýnir, hvaða áhrif meðalhitastigið í maí og júní
hefur á það, hvenær vallarfoxgrasið hefur skriðið á Hvann-
eyri á árunum 1960—1971. Línan, sem dregin er inn á mynd-
ina, sýnir sennilegasta samband þáttanna. Tölfræðilega má
leiða að því líkur, að 73% af breytileika í ,,skriðdegi“ vall-
arfoxgrassins megi skýra með breytileika í meðalhita maí-
og jiiní-mánaðar. Línan á mynd 1 sýnir, að við hvert hita-
48