Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Side 54
Frá Ultuna. Gamlar byggingar.
nema nokkrar kindur, sem ganga villtar á eyju sunnan við
Gotland. Eru þær hafðar þar, sem minjar um það hvernig
sauðfé leit út áður en kynbætur hófust.
Mörg kyn:
Sænskt sauðfé skiptist í fjölda miirg kyn. Bera þar hæst 3
svokiilluð landkyn: Pelsfé, rya og fínull, en svo eru mörg kyn
af erlendum toga spunnin, ensk, norsk, hollenzk og frá
fleiri löndum. Pelsfé er útbreiddast, um 70% af fé á skýrslu
er af því kyni. Það er grátt að lit, frekar holdgrannt þungi
áa 50—60 kg. Þetta kyn er að miklu leyti ræktað vegna gær-
unnar, sem gefur um 30% af tekjunum. Frjósemi er sæmi-
leg, ær á skýrslum eiga að meðaltali f,6 lömb á ári. Rya-fé
svipar mjög til íslenzka kollótta stofnsins nema að því leyti,
að varla sést kind með gular illhærur. Ullin er togmikil og
nokkuð gróf. Þetta er frekar holdgrannt fé og sérstaklega
áberandi lítil lærahold. Frjósemi er ágæt eða 1,9 lömb eftir
á að meðaltali. Fínull-féð er ættað frá Finnlandi, ullin er
mjög toglítil og afskaplega fín. Má helzt líkja henni við ull
af Merinó-fé, sem frægt er fyrir sína ull. Byggingarlag er
gott, bakið breitt og læri vel holdfyllt. Frjósemi er afburða-
góð eða 2,1 lamb eftir á að meðaltali í fjárræktarfélögunum
56