Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 61
nautanna hafa verið á skýrslu 46—304 daga en af einhverj-
um orsökum fallið síðan úr, t. d. verið seldar, fá þær útreikn-
aðar afurðir í 305 daga. Afurðir dætra nautanna eru síðan
bornar saman við búsmeðaltöl og notaðir í því sambandi
ýmsir leiðréttingastuðlar. Að lokum er reiknuð út svokiill-
uð F-tala, sem á að gefa til kynna kynbótagildi nautsins.
Niðurstöður þessara útreikninga eru birtar þriðja hvern
mánuð og kemur hvert naut á skrá þegar það á fO dætur
með 305 daga afurðir. Ný F-tala er síðan birt í hvert skipti,
sem 10 dætur til viðbótar hafa skilað afurðum í 305 daga.
Auk þess fá sæðingastöðvarnar alltaf mánaðarlega nýjustu
upplýsingar um sæðinganautin.
Mjaltahæfnismælingar hafa aukist að miklum mun á síð-
ustu árum og er reynt að fá sem; fyrst dóm á sæðinganautin
hvað það snertir. Notuð er svokölluð „Milkoscope-aðferð"
og er þá ferðast á milli bænda, með einfaldan mælingaút-
búnað og mjaltirnar athugaðar hjá fjósamönnunum sjálf-
um. Auk þess að mæla hve fljótt og vel kýrnar selja eru
frarrtkvæmdar mælingar á júgri og spenum, en komið hefur
í ljós að kýr með ólöguleg júgur og spena fá t. d. miklu oft-
ar júgurbólgu heldur en aðrar kýr.
Kjö tframleiðsla:
Af tvínytjakynjunum fæst nokkuð mikill hluti teknanna af
kjötinu. Þess vegna er tekið nokkuð tillit til þess í ræktun-
arstarfinu. Álitlegir nautkálfar eru aldir upp á sérstökum
rannsóknarstöðvum þar sem nákvæmlega er fylgst með
vaxtarhraða þeirra, fóðurnýtingu og fleiru sem máli skiptir
í kjötframleiðslunni. Er svo tekið tillit til þessara eiginleika
þegar nautin eru valin inn á sæðingastiiðvarnar. Vaxtar-
hraðinn er talinn mikilvægasti eiginleikinn þar sem honum
fylgir minni fé)ðureyðsla. Hefur verið fundið út í tilraun-
um að aukinn vaxtarhraði um 100 g á dag sparar 0,5 FE á
hvert kg í lifandi þunga.
Talsvert er um það, að notuð séu holdanaut á mjólkur-
kynin og síðan aldir upp blendingskálfar. í tilraunum hafa
blendingskálfar undan Charolainautum haft mestan vaxtar-
63