Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 65
SIGURÐUR BLONDAL:
SKÓGURINN,
STOÐ VIÐ BAK BÓNDANS
U.
I flestum löndum telst skógrækt til landbúnaðar, en þá er
hugtakið landbúnaður notað í víðasta skilningi: Sú starf-
semi, sem hefir framfæri sitt af gróðri jarðar. Skógrækt má
þannig skýrgreina sem einn þátt landbúnaðar á sama hátt
og akuryrkju, kvikfjárrækt eða garðyrkju.
I samræmi við þann skilning lúta málefni skógræktar í
flestum löndum landbúnaðarráðuneytinu. Meira að segja í
Finnlandi, þar sem skógur þekur 75% af yfirborði landsins
og trjáafurðir skipta þjóðina næstum eins miklu og sjávar-
afurðir íslendinga. I einstaka löndum eru þó sérstök skóg-
ræktarráðuneyti með ráðherra skógræktarmála, en í svip-
inn man ég ekki eftir nema Tékkóslóvakíu, þar sem skóg-
rækt stendur líka á afarháu stigi.
1,2.
I þessari grein verður rætt stuttlega um skógrækt — eða öllu
heldur skógarnytjar — sem þátt í landbúnaði á Islandi.
Verður þá fyrst fyrir að rifja upp, hvernig skógurinn var
fyrr á öldum, meðal hinna helztu hlunninda á jörðum víða
unr land. F.n síðar kemur þar, eftir að hafa rætt forsendur
fyrir innflutningi gróðurs, að ég mun benda lítillega á,
hvernig skógur mun geta orðið þáttur landbúskaparins
sums staðar á Islandi í framtíðinni, ef menn hafa til þess
67