Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Blaðsíða 66
vilja og þor að fórna honum úthaga frá þeim beitarbúskap,
sem enn setur svip sinn á íslenzka sauðfjárrækt. Um þetta
er fengin ofurlítil reynsla, og mun ég greina frá henni.
1,21.
Við hverfum þá fyrst til fortíðarinnar og reynum að setja
okkur fyrir sjónir það ísland, sem var, áður en búsetan rask-
aði því jafnvægi, sem náttúran hafði búið sér, síðan ísöld
leið.
Sterkar líkur benda til, að við upphaf landnámsaldar hafi
um 2/s hlutar íslands verið gróið land, en sú vinna, sem
þegar hefir verið lögð í gróðurkortagerð, bendir til þess,
að gróið land nú sé l/5—y4 hluti landsins.
Mjög líklegt er, að mikill hluti af grónu þurrlendi hafi
verið þakinn birki í einhverri mynd í lágsveitum — eða
kringum 25 þús km2. í dag þekur birki aðeins um 1.000
km2.
Vitneskja um fyrri útbreiðslu birkisins fæst eftir ýmsum
leiðum. Ég nefni hinar helztu:
1,22.
Ritaðar heimildir eru miklar um þetta. Islendinga sögur
greina frá miklu og fornir máldagar, en þýðingarmest heim-
ild síðari alda er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vída-
líns, er tekin var saman á árunum 1702—1712. Jarðabókin
er einstæð heimild um landshagi á þessu tímabili.
Ég nefni dæmi úr Jarðabókinni lir Eyjafjarðarsýslu, sem
eyddist nær alveg af birkiskógum:
Staðartunga í Skriðuþingssókn.
„Skógur er hér, sem hálf jörðin á jafnframt hinum öðr-
um. Mjög er hann í rýrnan, þó nægjanlegur ábúandan-
um“.
Vaglir í Glœsibæjarhreppi.
„Skógur til raftviðar er eyddur, en til kolagerðar og eldi-
viðar nægur og brúkast til þeirra búsnauðsynja".
Á Vöglum á Þelamörk er nú aftur að gróa upp skógur,
68