Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Blaðsíða 68
tíma. Aðferðin til að ráða þessar rúnir nefnist frjógreining
(pollenanalyse)“.
Ennfremur skrifar dr. Þorleifur:
„Öskulagatimatalið, sem Hákon Bjarnason og Sigurður
Þórarinsson hófu að safna heimildum að 1934, en sá síðar-
nefndi hefir síðan aukið mjög við, auðveldar frjórannsókn-
ir í íslenzkum mómýrum".
Einmitt með hjálp öskulagaímatalsins er hægt að segja
með verulegri nákvæmi, hvenær birkiskógur var að fullu
eyddur á hinum ýmsu stöðum á landinu. Upplýsingar eru
þegar til um það á allmörgum stöðum.
1,3.
Sá birkiskógur, sem hér var við landnám og allt til þess
tíma, er skipuleg skógrækt hefst — en það er fyrst á þessari
öld — taldist til hlunninda d jörðum, af því að þarna nýtti
maðurinn aðeins eina af gjöfum náttúrunnar. Strax í forn-
sögum vorum er víða greint frá nytjun þessara hlunninda.
Þær frásagnir skulu ekki rifjaðar upp hér, heldur tekinn tvö
dæmi frá síðari öldum um skógarnytjar og verðmæti þeirra.
1,31.
Skömmu fyrir síðustu aldamót skrifaði merkur bóndi á
Fljótsdalshéraði, Sæbjörn Egilsson á Hrafnkelsstöðum,
bréf til Sæmundar Eyjólfssonar, hins merkilega ræktunar-
frömuðar, þar sem Sæbjörn skýrir frá skógum í Fljótsdal og
búnaðarháttum. Hann kveður menn lítt kaupa timbur,
nema í bæjarhús, en skógviður var notaður í útihús.
Hann skrifar:
„Raftviður var vel borgaður, þar sem hann fékkst keypt-
ur. Skógviðarhrísla, sem hafði gildleika til að vera rafttæk
á þriggja álna lengd, kostaði hálfan ríkisdal".
Þetta er gífurlega hátt verð í samanburði við bæði vinnu-
laun og verðlag á flestum nauðsynjum á þeim tímum.
Vinnumannslaun yfir árið munu þá ekki hafa farið fram úr
50 ríkisdölum að jafnaði. Veturgömul kind mun oftast hafa
kostað um 5 ríkisdali.
70