Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 71
Þannig eigum við Torfa að
þakka það, að þeir fáu íslenzku
birkiskógar, sem voru eftir í lok
19. aldar og brúklegir voru til
kolagerðar, voru ekki eyddir. —
Veit ég fá dæmi um lítið atvik,
sem skipti svo stórum sköpum í
gróðrarsögu íslands.
1,4.
I þeim fáu atriðum, sem ég hefi
liér stiklað á um nytjar íslenzku
birkiskóganna og afdrif þeirra,
birtist islenzkt umhverfisvanda-
mál fyrri alda. Þetta er saga um
rányrkju, saga um það, þegar
mennirnir raska því jafnvægi,
sem náttúran sjálf hefir brxið
sér á óralöngum tíma; saga um
það þegar fávísir og gráðugir
menn eyða þeim höfuðstóli nátt-
úrunnar, sem þeim var fenginn.
Ef menn hefðu haft til þess þekk-
ingu og nægjusemi að taka að-
eins vextina af hijfuðstóli nátt-
úrunnar, hefði öðruvísi farið.
Það sjáum við dæmi um hjá
sumum menningarþjóðum eink-
um akuryrkjuþjóðum eins og
t. d. Kínverjum, sem héldu jörð
sinni í hefð í árþúsundir, af því
Skógarhögg i Guttormslundi, elzta
lerkiteignum á Hallormsstað, sem gróð-
ursettur var 1938. Myndin er tekin i
mai 1971.
73