Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Side 73
svæði að nokkru marki, enda virðast þau bezt henta til þess
samkvæmt þeirri reynslu, sem hingað til er fengin.
Þessi svæði eru:
Ofanvert Fljótsdalshérað.
Viss svæði í Suður-Þingeyjarsýslu.
Eyjafjörður.
Borgarfjörður vestri.
Hálendisbrún Árnessýslu.
F.f svo má segja, er hér prjónað upp á nýjan sokk. Þessi
skógrækt er ekki reist á íslenzka birkinu, sem vissulega hélt
lífinu í þjóð vorri um aldir, heldur trjátegundum af fjörr-
um löndum, sem nú eru reyndar hér í umhverfi, sem er á
mörkum hins mögulega í ræktunarlegu tilliti.
2,1.
Ég var heldur fljótur áðan, er ég sagði, að hafin væri skóg-
rækt í nýjum stíl. Ég átti að segja skógrækt og trjárœkt. Milli
þessara tveggja hugtaka verður að draga skýra línu.
2,11.
Trjárækt við hús og bæi má stunda mjög víða til skjóls og
fegurðar og hún er þegar stunduð á þúsundum heimila oft
við hin erfiðustu skilyrði. Þótt undarlegt megi virðast,
hefir mér oft fundizt, að árangur trjáræktarinnar fari meira
eftir fólkinu, sem, hana stundar, heldur en öðrum aðstæð-
um. Á hinum ótrúlegustu stöðum og við hin öndverðustu
náttúruskilyrði hefir merkilegur árangur náðst í trjárækt,
þar sem mikil alúð og mikið efni er lagt í ræktunina.
Það þarf að hlúa að trjáræktinni og það geta ýmiss konar
samtök gert, þótt skógræktarfélögin hafi eðlilega forgöngu.
Mörg skógræktarfélög starfa á slíkum svæðum, að þeim
bæri að leggja alla áherzlu á trjárækt, m. a. almennings-
garða í þéttbýli.
2,12.
Skógrækt til nytja er svo allt annars eðlis. Hún verður
stunduð á miklu færri stöðum og verður a. m. k. í fyrstu
bundin við þau svæði, sem ég taldi upp áðan.