Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 76
Lega landsins fjarri meginlöndum er slík, að náttúran
sjálf hefir ekki megnað að klæða landið þeim gróðri, sem í
rauninni œtti að vaxa hér. Fyrir því er nauðsynlegt, að mað-
urinn rétti hjálparhönd. Þessi vitneskja er áskorun um að
gera það.
Öllum þeim, sem fást við innflutning plantna til Islands,
er betra en ekki að hafa að bakhjarli ísaldarkenningu Stein-
dórs Steindórssonar, því að hún táknar þetta:
Með innflutningi framandi gróðurs vinnum við ekki gegn
náttúrunni heldur réttum henni hjálparhönd.
Þannig er kenning Steindórs hinn heimspekilegi grund-
völlur undir allri starfsemi, sem hefir að markmiði auðgun
íslenzku flórunnar.
Þjóðfélag eins og það, sem þróazt hefir á íslandi, fengi
ekki staðizt, ef hér yxi aðeins ísaldargróður. Nær allar nytja-
jurtir, sem nú eru ræktaðar hér, eru aðfluttar af mannahönd-
um. Ég nefni sem dæmi allar túnjurtir, sem ræktaðar eru
til fóðurs; allar jurtir, sem ræktaðar eru í matjurtagörðum
og gróðurhúsum; langmestur hluti skrautjurta, sem rækt-
aðar eru til augnayndis; langflest tré og runnar, sem nú eru
ræktuð í landinu.
Fjöldi jurta og trjáa, sem nú vaxa hér og fluttar hafa
verið inn, er miklu meiri en hinna, sem hér voru fyiir, er
landnám hófst — líklega um helmingi fleiri.
2,22.
Langt mál mætti skrifa um margvísleg vandkvæði þess að
flytja gróður inn í landið, svo að fullur árangur náist af
ræktun hans. Ffér ætla ég að fara nokkrum orðum um eitt
hinna þýðingarmestu atriða í þessu efni.
Það er grundvallaratriði að scekja fræ eða graðlinga til
þeirra staða, þar sem lengd vaxtartíma er sem likust þvi,
sem hér er.
Þessi meginregla krefst þess, að eftirfarandi sé haft í huga:
Það má ekki einskorða sig við hugtakið tegund, þegar um
er að ræða innflutning á trjám og jurtum. Það þarf a. m. k.
78