Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 77
Fyrstu lerkiraöirnar á Viðivöllum komnar í jörð, þar sem einhver stór-
vaxnasti birkiskógur landsins hefir vaxið fyrr á öldum.
í jafnríkum mæli að festa sér í minni hugtakið kvœmi.1
Skal það nú aðeins skýrt.
Þótt sama tegund sé, hafa plöntur af henni frá tilteknum
stað aðra lífeðlisfræðilega eiginleika en plöntur frá öðrum
stað, sem er kannski 500 km sunnar eða 500 m hærra yfir
sjávarmáli. Mismunandi veðurfar hefir á þúsundum ára
framkallað sérstaka veðurfarsstofna innan hverrar tegundar.
Þennan mismun gefum við til kynna með því að tala um
kvæmi af tiltekinni tegund. Við höfum þannig jafnmörg
kvæmi af einni trjátegund og staðirnir eru, sem við höfum
fengið fræ frá, en með orðinu staður er þá venjulega átt við
eitthvert afmarkað hérað innan þess lands, sem um er að
ræða.
2,23.
Þegar á fyrstu árum skógræktarinnar fyrir meira en 60 ár-
um var flutt inn fræ af öllum helztu trjátegundum, sem við
ræktum nú. Og af hinum, sem á vantaði, hafa sýnishorn bor-
izt hingað síðustu 20—30 árin. Það eru ekki líkur til, að
eftir sé að flytja inn nýjar tegundir, sem valda muni bylt-
ingu í skóg- og trjárækt á íslandi.
1 Þetta er nýyrði, búið til af dr. Birni Sigfússyni. Á dönsku er það herkomst,
en á ensku provenance.
79