Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Síða 78
Ég veit ekki nákvæmlega tölu tegunda og kvæma af trjám,
sem flutt hafa verið til landsins alls, en á Hallormsstað, þar
sem ég starfa, standa nú nákvæmlega 50 tegundir trjáa frá
153 mismunandi stöðum á hnettinum. Við eigum þannig
153 kvæmi af þessum 50 tegundum.
Leitin að nýjum kveemum innan hinna helztu trjáteg-
unda er orðið höfuðviðfangsefnið í innflutningi. Flestar
helztu tegundirnar, sem til greina koma sem skógartré, hafa
gífurlega útbreiðslu, svo að milli endimarkanna eru einatt
þúsundir km. Reynt er að þrengja hringinn með kerfis-
bundinni leit, en í mörgum löndum er hún ótrúlega erfið,
einkanlega þar sem tegundir hafa mesta útbreiðslu, eins og
síberíska lerkið í Sovétríkjunum og stafafuran í Norður-
Ameríku. í öðrum löndum, eins og Noregi til að mynda,
er fræöflunin auðveld. Af norska rauðgreninu eigum við
þegar nógu mörg kvæmi til þess að geta í stórum dráttum
fengið vitneskju um> hver muni bezt hæfa f einstökum
landshlutum og jafnvel héruðum. Svipaða sögu má segja
um sitkagrenið frá Alaska og sitkabastarðinn.
Aður en skilizt er við þessi vandamál innflutnings teg-
unda úr plönturíkinu, er rétt að taka fram, að sá eðlismun-
ur einstaklinga, sem birtist hjá tveimur tilteknum kvæmum
sömu tegundar, er ekki lengur leyndardómur, heldur er
hann af lífeðlisfræðilegum toga spunninn og vísindamenn
kunna á honum skil.
3,0.
Að lokum er eðlilegt að varpa fram þessari spurningu: Hver
er nú þegar sýnilegur árangur til beinna nytja — þ. e. til
viðarframleiðslu — af þessum innflutningi trjátegunda?
Þar eð ætla má, að flestir þeirra, sem þessar línur lesa,
séu bændur á Norðurlandi, langar mig til þess að svara
þessari spurningu sem skógarbóndi á Héraði austur.
Á þeirri jörð, sem ég sit, eru til frá fyrstu áratugum þess-
arar aldar nokkrar þyrpingar trjáa, sem fyrir löngu hafa náð
þeirri stærð að vera efni í borð og planka. Þótt maður eigi
ekki nema eitt tré af slíkri stærð, sannar það í sjálfu sér
80