Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 81
20 þús. jólatré og verulegt magn af greinum til skreytingar,
sést, að hér getur orðið um þó nokkurt búsílag að ræða fyrir
þá, sem skógrækt stunda. Og ekki má gleyma því, að þetta
eru tekjur, sem koma hvað fyrst í þessari ræktun. Vissulega
er langstærsti markaðurinn á Suðvesturhorni landsins, en
söluaukningin er þó hlutfallslega meiri víðsvegar um land-
ið, einkanlega síðustu tvö árin. Þannig er salan á Austur-
landi einu komin upp í 220 þús kr. og fer jafnt og þétt vax-
andi.
Sá búskapur, sem ég hefi gert hér að umtalsefni, er ungur
að árum. Hér á Hallormisstaðabúinu er hann eiginlega ekki
nema aldarfjórðungsgamall. Ef mér endist aldur og heilsa,
get ég átt eftir að starfa við þetta bú hátt í aldarfjórðung til.
Þá verður skógurinn, sem nú er að vaxa upp og hinn, sem
gróðursettur verður á þeim tíma, ekki bara stoð við bak
mitt, heldur sá grunnur, sem ég stend á.
(Að uppistöðu til erindi, sem haldið var á bændadegi Ey-
firðinga á Dalvík 1971, en nokkuð aukið).
HEL7.TU HEIMILDARRIT:
HAkon Bjamason, 1942. Ábúð og örtriið. — Arsrit Skógræktarfélags Islands
1942, 8—40, Reykjavík.
Ingvi Þorsteinsson, 1972. Gróðurvernd. — Rit Landverndar 2. Reykjavík.
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vidalins, 1943. Tínnda bindi, Eyja-
fjarðarsýsla. Hið íslenzka fræðafélag. Khöfn.
Jon Dietrichson, 1971. Variasjon i frostresistens lios gran av norsk og
mellom-europeisk opprinnelse.» — Tidsskrift for Skogbruk, 1971, 430—446,
Oslo.
Sigurður Þórarinsson. 1961. Uppblástur á íslandi i Ijósi öskulagarann-
sókna. — Arsrit Skf. íslands 1961, 17—54. Reykjavik.
Skógarvörðurinn A Austurlandi. Ársskýrslur 1955—1971. Handrit.
Skúli Þórðarson, 1955. Úr sögu skóga á Austurlandi. — Arsrit Skf. íslands
1955, 19-30. Reykjavík.
Steindór Steindórsson, 1962. On the Age and Immigration of tlie lcelandic
Flora. — Rit Vísindafélags íslendinga XXXV. Reykjavík.
Þorleifur Einarsson, 1962. Vitnisburður frjógreiningar um gróður, veðurfar
og landndm á íslandi. — Saga 1962, 442—469. Reykjavík.
83