Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Side 83
köfnunarefnisáburð á Hvanneyri hafi kal orðið raeira í
þeim liðum, sem fengu Kjarna heldur en í þeim, sem fengu
kalksaltpétur. í tilraun á Hvanneyri með mismargar umferð-
ir með tætara og herfi gat Óttar Geirsson (1971) ekki greint
að kalskemmdir árið 1968 væru neitt háðar jarðvinnslunni.
Friðrik Pálmason (1970) hefur svo í pottatilraun á Korpu
sýnt, að helzt kól þar sem mikið var borið á af N eða skort-
ur var á N,P eða K.
Kalskemmdir hafa eðlilega ætíð þótt óæskilegar í tilraun-
um, þar sem verið er að kanna áhrif áburðar eða annarrar
ineðferðar á uppskeruna, og er þess hvergi óskað eða sótzt
eftir því nema í hreinum kaltilraunum. Þó er ótrúlegt að kal
hafi ekki orðið meira í tilraunareitum en að ofan greinir, og
má vera að þvi hafi ekki verið nægur gaumur gefinn af til-
raunamönnum.
Hér verður, með handbærum gögnum, gerð rittekt á kal-
skemmdum í tilraunareitum Tilraunastöðvarinnar á Akur-
eyri, til að reyna fá úr því skorið, hvort tilraunameðferðin
hafi haft einhver áhrif á kalskemmdirnar. Verður í þessu
skyni skyggnzt í gamlar tilraunadagbækur og skýrslur frá
stöðinni allt frá árinu 1949 og til ársins 1971. Hvað við-
kemur kali er hér um mjög götóttan efnivið að ræða, en
þó hefur stundum verið skráð að kalskemmda hafi gætt eða
að einhver sérstök tilraun hafi orðið fyrir kalskemmdum og
er þá í sumum tilvikum merkt við þá reiti, sem kól. Ein-
ungis tvö ár, 1962 og 1970, var gert nákvæmt mat á kali
einstakra reita, þannig að þeim voru gefnar einkunnir fyrir
kal. Árið 1962 var kalniat gert bæði að vori og sumri og
verður hér mest stuðzt við sumarmatið, þar sem líkur eru á
að það hafi verið nákvæmara og gefi betur til kynna hreinar
kalskemmdir.
NIÐURSTÖÐUR OG ÁLYKTANIR
a. Kalár.
Sé litið yfir liandbærar heimildir kemur í ljós að kals er
getið í 8 ár á Tilraunastöðinni síðan 1949 og auk þess tvö
önnur ár í dreifðum tilraunum annars staðar á Norður-