Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 85
snjóþung ár, sem ekki eru kalár, t. d. 1927 og 1947. Líklega
hefur ekki verið um stórfenglegt kal að ræða þessi tvö ár, en
vera kann að upplýsingar vanti um smávægilegt kal, sem
kann að hafa orðið. Ekki verður hér rakið á hvern hátt veð-
urfarið veldur kali, en það skal þó undirstrikað að snjórinn
einn sér veldur tæpast kali, heldur aðrir þættir tengdir hon-
um, og er því varla að vænta að fjöldi alhvítra daga fylgi
kali án nokkurra undantekninga.
Augljóslega hefur kalið verið mismikið þau árin, sem
talin eru kalár, og væri fróðlegt að geta gert sér nokkra grein
fyrir hve umfangsmikið það hefur verið einstök ár. Svo sem
fyrr greinir er flest árin aðeins skráð hvort tilraun eða reit
hefur kalið, en tvö ár, 1962 og 1970, hefur reitum verið gef-
in einkunn fyrir kal. Má nokkuð ráða af fjölda kalinna reita
hve umfangsmikið kalið hefur verið. Var því reiknað út hve
stór hundraðshluti af öllum reitum Tilraunastöðvarinnar
hvert ár hafa verið skemmdir og þá á þann hátt að 1962 og
1970 eru þeir reitir einungis taldir skemmdir, sem höfðu
yfir 20% kal, þar sem búast má við að minna kals sé vart
getið önnur ár. Á sama hátt eru sýndar kalskemmdir í dreifð-
um tilraunum, sem hófust um 1962. Niðurstöður urðu sem
hér greinir:
Kalár Ejöldi kalin reita í Akureyri na tilrauna- prósent Dreifðar tilrattnir
1951 9,7
1952 24,5
1958 2,9
1962 18,3
1965 0,0 2,1
1966 12,5 13,5
1967 0,8 4,7
1968 1,3 42,9
1969 0,0 33,3
1970 38,7 19,5
87