Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Blaðsíða 93
Tilraun Meðalkal, prósent Fylgni Raunhæfni
nr. Árið 1962 Árið 1970
21-54 7,2 57,5 ->0,23 Óraunhæft
16-56 13,1 20,7 ->0,05 —
5-45 27,4 33,6 0,42 Raunhæft
2-50 24,7 25,1 0,51 —
10-58 6,4 19,2 0,53 —
3-50 22,7 29,4 0,83 —
í fjórum tilvikum er um raunhæfa, jákvæða fylgni að
ræða á milli kalskemmda, þ. e. reiti, sem kól mikið 1962
kól einnig miikið 1970. I tveimur tilvikum er þó ekki raun-
hæf fylgni á milli kalskemmda, en í báðum þeim tilraunum
er kal mjög lítið 1962 og mun minna en árið 1970 og getur
það dulið fylgni irnilli kalskemmda í reitunum þessi ár.
c. Áhrif kals á uppskeru og tilraunastarfsemi.
Ekki fer á milli mála að alvarlegustu afleiðingar kal-
skemmda er sá uppskerubrestur, sem þeim fylgir oftast. Eðli-
lega er uppskerutjónið mjög mismikið, og er það bein af-
leiðing þess að kalskemmdirnar eru mismiklar og túnin ná
sér misjafnlega vel fram eftir sumri. Er því fróðlegt að sjá
- hver áhrif kalið hefur haft á uppskeru tilraunanna. Á það
hefur verið bent hér að framan að lega lands virðist ráða
mestu um útbreiðslu kalskemmdanna, og ef svo er, má bú-
ast við að kalið valdi einnig röskun í tilraunastarfseminni.
Er því þýðingarmikið þegar land er valið undir tilraunir að
það sé sem jafnast bæði hvað snertir legu og gróðurfar.
Á mynd 4 má sjá uppskeru þriggja tilrauna á tímabilinu
1950—1971. Eru fyrir hverja tilraun sýndir þeir liðir, sem
ekki fengu N,P eða K og hins vegar þeir sem fengu stærsta
skammt af þessum efnum. Inn á myndina eru merkt bæði
mikil og lítil kalár. í fyrsta lagi er allljós sú uppskerurýrn-
un, sem hefur í heild orðið frá fyrstu árunum til hinna sið-
ustu. Er þetta í samræmi við aðrar heimildir um lélega