Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 98
legu landsins og hvernig tilrauninni hefur verið snúið í
upphafi. í kvaðrattilraunum má greina sveiflu vegna mis-
munar raða annars vegar og dálka hins vegar frá þeirri
sveiflu, sem ekki verður skýrð, skekkjunni. Eðlilegast er að
meginhluti sveiflunnar sé bundinn við dálka og raðir, þ. e.
að meðalfrávik raða og dálka sé nokkru hærra en meðalfrá-
vik skekkju.
í tilraunum 2—50 og 3—50 var meðalfrávikið greint í
þessa þrjá þætti og varð niðurstaðan þess:
2-50 3-50
Dálkar Raðir Skekkja Dálkar Raðir Skekkja
Mikil kalár Önnur ár 15,43 9,73 9,44 10,10 5,85 5,46 10,02 6,98 10,94 8,99 8,45 5,58
Tilraunirnar liggja saman, 3—50 neðan við hina, og eru
dálkar þvert á aðalhallastefnu landsins. Meðalfrávikið er
yfirleitt nokkru hærra í kalárum og er mikið af því bundið
við sveiflu milli dálka og raða. Við samanburð á meðalfrá-
viki milli dálka og raða kalárin fjögur kom í ljós, að stund-
um var það hærra milli dálka, stundum milli raða. Má því
segja að kalið leggist óreglulega og mismunandi yfir tilraun-
irnar, stundum sem taumar í lægðum undan aðalhallanum,
svo sem sést á mynd 2, stundum sem kalrákir í skaflajöðrum
þvert á hallann.
d. Alyktanir og yfirlit.
Hér hafa verið kannaðar allar handbærar upplýsingar um
kalskemipdir í tilraunum Tilraunastöðvarinnar á Akureyri.
Kemur í ljós að kals er getið í 15 ár frá því upp úr aldamót-
um, þar af 8 ár frá því 1950. Kalið verður einkum eftir
snjóþunga vetur og mjög mismikið hin einstöku ár, en hef-
ur á seinni árum verið hvað míest árin 1952 og 1970. Ekki
var hægt að sjá að tilraunameðferðin hefði nein afgerandi
100