Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 99
áhrif á kalskemmdirnar, en athugun árið 1970 sýndi að lega
landsins virtist aðgjörlega ráða hvar tilraunirnar kól, og
voru kalskemmdirnar mestar í lægðum. Kalskemmdirnar
leggjast því nokkuð óreglulega yfir landið og getur sveifla
uppskerutalna af þessum völdum að miklu leyti dulið þau
áhrif sem verið er að kanna í tilrauninni. Uppskera hefur í
kalárum lækkað um 15—20 hkg/ha en strax árið eftir er hún
að nýju eðlileg.
Þessar rannsóknir sýna að mjög þýðingarmikið er að
leggja venjulegar jarðræktartilraunir út á jafnslétt land til
að forðast kalskemmdir í lautum og lægðardrögum. Slíkar
kalskemmdir leggjast ójafnt yfir landið og auka tilrauna-
skekkjuna. Einnig er mjög gagnlegt að gefa kalskemimdun-
um í tilraununum meiri gaum en hingað til, meta þær ná-
kvæmlega hvenær sem þær koma í ljós, og þá helzt að sam-
eina kalmat og hæðarmælingu.
HEIMILDARRIT:
Ársrit Rœktunarfélags Norðurlands, 1904—1971. Ræktunarfélag Norður-
lands, Akureyri.
Bjarni E. Guðleifsson, 1971. Overvintringsskader i grasmark pá Island, om-
fang og Arsaker. Lisensiatverkefni við Norges landbrukshögskole, Vollebekk,
1971 (Fjölrit), 130 s.
Friðrik: Pálmason, 1970. Aburðarnotkun og vetrarþol vallarfoxgrass. Isl.
landb. 2 (2), 50-67.
Magnús Óskarsson, 1969. Frá Tilraunastöðinni á Hvanneyri. Handbók
bænda, 19, 225-235.
Ólafur Jónsson, 1930. Skýrsla um beitartilraunir 1914—1927. Ársrit Rækt-
unarfélags Norðurlands 1930. 27, 25—29.
Óttar Geirsson, 1971. Tilraunir með sáðskipti og finvinnslu jarðvegs. Ársrit
Ræktunarfélags Norðurlands 1971. 68, 47—63.
Skýrslur Tilraunastöðvanna 1947—1964. Rit Landb.deildar, Akureyri.
101