Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Side 103
Tafla 2. Meðaltöl á efnamagni þjónustuheysýna frá sumrinu
1971, tekin að hausti táknað með H, og vetri táknað með V.
Búnaðar- samband Sýni tekin Efnamagn í % af þurrefni Fjöldi sýna
Pró- tein Ca P K Na Mg
V.-Hún H 16,5 0,39 0,31 1,87 0,12 0,20 13
A.-Hún H 14,2 0,36 0,28 1,71 0,15 0,21 20
A.-Hún V 14,9 0,37 0,29 1,88 0,12 0,21 16
Skagafj H 14,2 0,36 0,28 1,71 0,13 0,21 155
Skagafj V 14,8 0,39 0,30 1,82 0,10 0,23 113
kyjafj H 14,7 0,35 0,26 1,68 0,09 0,21 80
kyjafj V 15,0 0,38 0,26 1,81 0,13 0,22 99
S.-Þing H 12,6 0,31 0,24 1,77 0,09 0,19 35
S.-Þing V 13,4 0,33 0,25 1,80 0,10 0,20 92
N.-Þing H 13,7 0,37 0,28 1,95 0,15 0,21 37
Austurlands . . H 13,7 0,34 0,26 1,64 0,13 0,19 28
vegar þau, sem efnagreind voru um miðjan vetur. Skylt er
að geta þess, að fosfórprósentan hefur verið leiðrétt um 0,016
prósentueiningar samkvæmt nákvæmari endurskoðun á
efnagreiningaraðferðinni. Þetta breytir þó ekki þeirri stað-
reynd, að fosfórmagn heysins var verulega undir meðaltali
sumarið 1971, eins og fram kom í starfsskýrslu minni s. 1.
ár. Þá skal þess og getið að meðaltölin í töflunni ná yfir
688 af þeim 880 sýnum, sem alls voru efnagreind, þar eð
prótein var ekki efnagreint í þeim öllum.
Vegna þess hve margir þættir verka á efnainnihald heys-
ins, er yfirleitt erfitt að nota niðurstöður þjónustuefna-
greininganna til rannsókna á ákveðnum þáttum. Með þeim
fjölda, sem fyrir hendi er og þeim upplýsingum, sem þó
fylgdu, freistaðist ég til að reyna að finna að hve miklu leyti
þurrefni heysins rýrnaði frá hirðingu á sumri og til gjafar
á miðjum vetri. Þurrefnistapið var fundið óbeint út frá
þeim grundvelli að hlutfallsleg hækkun í samanlögðum
meðalstyrk steinefna og próteins sama sýnis frá innlátningu
til gjafar, megi túlka sem jafngildi lækkunar þurrefnismagns
105