Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 104
þ. e. gerjunartaps. Þetta má skýra með einföldu dæmi:
Bóndi hirðir hey, sem þá inniheldur að meðaltali 0,40% af
kalsíum í þurrefni samkvæmt efnagreiningu. Nú sendir
bóndi síðar um veturinn, t. d. í janúar, aftur sýni til efna-
greiningar og kemur þá í ljós að kalsíummagnið er orðið
0,50% og önnur steinefni og jafnvel prótein hafa aukizt að
sama skapi að hundraðshluta. Að lítt athuguðu máli gæti
bóndi hugsað sem svo, að lítið væri með þessar efnagreining-
ar að gera. Hefði hins vegar verið vegið inn í hlöðuna t. d.
hey af spildu þeirri er sýnið var úr, segjum 100 hestburði af
þurrefni og þetta sama hey síðan vegið jafnóðum og gefið
var, hefði komið í ljós að ekki voru eftir nema 80 hestburðir
af þurrefni. Þannig jafngildir hækkun í % kalsíum og ann-
arra steinefna lækkun í þurrefni. í þessu tilfelli var þannig
um 20% þurrefnisrýrnun að ræða, sem er í meira lagi, en
ekkert einsdæmi þar sem ekki fyrirfinnst súgþurrkun eða
hún er ranglega notuð.
Vegna sérathugana voru tekin mörg sýni úr heyi við hirð-
ingu að sumri. Niðurstöður þessara sýna voru lagðar til
grundvallar í töflu 3 til að fá fram þurrefnistap frá hirðingu
til gjafar samkvæmt ofangreindum forsendum. Tafla 3A
sýnir meðalefnamagn áðurnefndra sérathuganasýna, ásamt
26 sýnum úr Skagafirði og Eyjafirði, sem tekin voru á sama
stað í heygeymslu að hausti, stuttu eftir hirðingu, og að
Tafla 3A. Útreikningur á hugsanlegu þurrefnistapi út frá
niðurstöðum heyefnagreininga frá hirðingu að sumri (S) og
26 sýnum teknum á sama stað í heygeymslu að hausti (H)
og að vetri (V).
Sýni tekin Efnamagn i % af þurrefni Hlutfalls- tölur að meðaltali
Prótein Ca P K Mg
S 14,5 0,35 0,27 1,68 0,22 100
H 15,1 0,38 0,29 1,80 0,22 95
V 16,7 0,43 0,31 1,88 0,25 86
106