Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 105
vetri. Hlutfallstalan 100 gefur til kynna það þurrefnismagn,
sem hirt er, en sú tala lækkar síðan með auknum efnastyrk,
eins og áður hefur verið lýst.
Með sams konar útreikningi á 753 sýnurn af norðurlandi,
fengust að meðaltali eftirfarandi hlutfallstölur: Við hirð-
ingu að sumri, 100; að hausti, 96 og að vetri 92. Styðja þessar
tölur þannig fram komnar niðurstöður í töflu 3A.
Sem dæmi um það, hversu mismiunandi þurrefnisrýrnun-
in getur verið, eru sýndar niðurstöður efnagreininga þriggja
sýna úr töflu 3A í töflu 3B. Sýna þessi dæmi fram á, að þurr-
efnið geti rýrnað frá 5% og upp í u. þ. b. 25%. Þetta þýðir
m. ö. o., að hirði bóndi t. d. 1000 hesta af heyi, geta tapazt
þetta frá 50 og upp í 250 hestar, allt eftir því hvernig verk-
unin var í hlöðunni. Komið hefur fram í tilraunum Bú-
tæknideildar á Hvanneyri (Bjarni Guðmundsson, 1972), að
þurrefnistap frá slætti til gjafar sé varla undir 10% (gott
tíðarfar og góð súgþurrkun), en fari allt upp í 30% (slæmt
tíðarfar og slæm súgþurrkun). Ennfremur segir þar, að
u. þ. b. 4—5% þurrefnis tapist við verkun á velli og þaðan
af meira og gæti því auðveldlega orðið um 20—25% tap á
þurrefni að ræða í hlöðu. Eru niðurstöður þessar því gott
dæmi um það, þegar tilraunaniðurstöðum ber vel saman
. Tafla 3B. Dæmi um mismun á þurrefnistapi út frá þrem
sýnum úr töflu 3A teknum að hausti (H) og að vetri (V).
Dæmi nr. Sýni tekin Efnamagn í % af þurrefni Hlutfalls- tölur að meðalt.1
Prótein Ca P K Mg
i H 16,2 0,53 0,31 2,00 0,28
V 16,4 0,52 0,31 2,00 0,28 95
2 H 14,7 0,36 0,27 1,64 0,19
V 14,9 0,37 0,28 1,78 0,22 89
3 H 8,0 0,14 0,15 1,91 0,13
V 11,8 0,18 0,17 2,19 0,18 74
i Reiknað er með 5% þurrefnistapi frá hirðingu (S) til hausttöku (H), sam-
kvæmt töflu 3A.
107