Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 109
í beinu framhaldi af þessu munum við gera allt, sem í
okkar valdi stendur, til að stuðla að bættri fóðurverzlun.
Þá stendur fyrir dyrum að vinna í verulega auknum mæli
að uppgjöri á SAB-rannsókn og verður eitt fyrsta skrefið að
koma upplýsingum á gataspjöld til frekari útreikninga í
tölvu. Þá er og ætlunin að endurskipuleggja rannsóknina
eftir næsta sumar í samræmi við þá reynslu, sem fengist
hefur.
Síðast, en ekki sízt, vil ég enn leggja áherzlu á sem nán-
ast samstarf við ráðunauta og bændur úti í sveitum. Það er
trú mín að þetta standi til bóta enda er ekkert nauðsynlegra
til að sú vitneskja, sem, skapast á báðum endum, þ. e. hjá
Rannsóknarstofu Norðurlands og úti í héruðunum, af rann-
sóknum og reynslu, nái saman og geti þannig lyft bjargi,
sem hvert fyrir sig gæti ekki hnikað úr stað.
Að endingu vil ég svo þakka ráðunautum, bændum og
mínu heimafólki fyrir ágæt samskipti á árinu.
HEIMILD
Bjarni Guðmundsson: „Þurrkun heys á velli" og ^Súgþurrkun á heyi". Er-
- indi flutt á ráðunautaráðstefnu 20,—25. marz 1972.
111