Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Síða 112
að kalímagn hans hefur lækkað verulega en fosfórmagn
hækkað. Verður að auka hér kalíáburðarnotkun á þeim
túnspildum, sem lægst kalímagn hafa, ella má búast við
verulegu uppskerutjóni af völdum kalískorts.
Ur Skagafirði bárust sýni úr Akrahreppi, Seyluhreppi og
nokkrum bæjum í Fellshreppi. Úr þessum túnum hafa áður
verið tekin sýni. Það er athyglisvert hve sýrustig og kalk-
magn er mismunandi eftir landfræðilegri legu landsins. Á
þetta hefur verið bent oft áður hér í ritinu, en til frekari
áréttingar eru birtar í töflu 3 nokkrar niðurstöður, sem
fengust síðastliðið ár, og sýna enn það sama og sýnt hefur
verið fram á, að sýrustig og kalkmagn í jarðvegi er lægra
í útsveitum en inn til dala. Verður af þessum niðurstöðum
sú ályktun dregin að veðurfar og aðrir náttúrulegir þættir
ráði mestu, enn sem komið er, um sýrustig og kalkmagn
túna. í nýsamþykktum jarðræktarlögum er gert ráð fyrir
styrk til kölkunar túna þar sem þess er talin þörf. Aðkall-
andi er því að fundinn sé einhver mælikvarði á hvar skuli
kalka og hvar ekki. Hin áðurnefnda landfræðilega dreif-
ing á sýrustigi og kalkmagni gefur bendingu um hvar megi
helzt vænta uppskeruauka fyrir kalk, en þessu til viðbótar
Tafla 3. Sýrustig, kalk- og magníummagn í jarðvegi úr
nokkrum hreppum á Norðurlandi haustið 1971.
Hreppur Sýrustig PH Kalkmagn meq Ca 100 g jörð Magníum- magn meq Mg 100 g jörð Fjöldi sýna
Skagahreppur 5,48 12,82 2,40 36
Sveinsst.hreppur ... 5,90 16,40 2,78 126
Fellshreppur 5,17 6,78 1,19 45
Seyluhreppur 6,05 21,22 4,02 187
Árskógstr.hr 5,41 13,08 1,97 129
Skriðuhr 5,74 18,50 3,10 177
Saurbæjarhr 6,17 23,10 4,08 160
Reykjad., S.-Þing. ... 5,75 14,90 2,42 182
114