Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 115
ÝMIS STÖRF
Ýmis störf voru unnin utan rannsóknarstofunnar. Má þar
til nefna að undirritaður og Þórarinn Lárusson sátu ráðu-
nautafund í Reykjavík í marz 1972. Var sá fundur að megin
hluta um nautgriparækt og flutti Þórarinn þar tvö erindi
um fóðrun kúa. Var allur þessi fundur hinn ágætasti. Þá
mætti ég á tveim fundum hjá búnaðarfélögum í Eyjafirði
og ræddi um áburðarnotkun og fleira henni skylt. Áætlað
er í framtíðinni að mæta á fleiri fundum víðar um f jórðung-
inn.
Að frumkvæði Ræktunarfélags Norðurlands var haldinn
á Hólum í Hjaltadal í júlímánuði s. 1. sumar, fundur ráðu-
nauta í Norðlendingafjórðungi og starfsmanna Rannsóknar-
stofunnar. Var þar rætt um efnagreiningaþjónustu við
bændur í fjórðungnum, hvernig henni yrði bezt hagað, bú-
skap til hagsældar í þessum hluta landsins.
Ferðalög um starfsvæði Rannsóknarstofunnar urðu nokk-
ur sumarið 1971. Ferðaðist ég einkum um Skagafjarðar- og
Húnavatnssýslur. Heimsótti í þessum héruðum allmarga
bændur, ræddi við þá um búskap og fleira, en auk þess var
á þessum ferðalögum safnað sýnum af mold og heyi. Til
. þess að kynnast vandamálum í íslenzkum búskap verður
seta á sínum rassi inn á rannsóknarstofu ekki árangursrík.
Því eru ferðalög út um sveitir nauðsynleg forsenda þess að
þau störf, sem við vinnum inni á rannsóknarstofunni komi
að gagni.
Skrifstofustörf við reikningshald, ritstjórn Arsritsins og
fleira þessháttar tók nokkurn tíma.
STÖRF Á RANNSÓKNARSTOFU FYRIR AÐRA EN BÆNDUR
Eins og undanfarin ár hafa verið unnin á Rannsóknarstof-
unni ýmis störf fyrir aðra aðila en bændur og aðrar efna-
greiningar en beint lúta að búskap. Má hér helzt til nefna
ýmsar athuganir á möl og sandi, s. s. kornadreifingu, húmus