Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 122
var 53.610,30 kr. Hrein eign á efnahagsreikningi í árslok
var 1.481.132,83 kr.
Þá las Jóhannes einnig upp reikninga Rannsóknarstofu
Norðurlands. Tekjur umfram gjöld reyndust 29.067,20 kr.
Höfuðstóll í árslok var kr. 832.425,01. Jóhannes las þá
upp sérstakan reikning yfir rannsóknir (á sérathugunarbæj-
um). Þar voru tekjur umframl gjöld kr. 40.311,70. Eigur í
árslok reyndust kr. 557.602,10. Þessir tóku til máls um reikn-
ingana: Ólafur Jónsson, og Hermóður Guðmundsson. Jó-
hannes Sigvaldason svaraði fyrirspurnum.
Reikningarnir voru síðan bornir upp til atkvæða og sam-
þykktir samhljóða.
4. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1973. Jóhannes Sigvaldason
gerði grein fyrir fjárhagsáætlun, sem stjórnin hafði samið.
Jafnframt skýrði hann tvær tillögur frá stjórninni, sem vís-
að var til fjárhagsnefndar ásamt áætluninni. Fjárhagsnefnd
var þannig skipuð: Þórarinn Haraldsson, Teitur Björnsson,
Hjörtur E. Þórarinsson, Gísli Magnússon, Guðmundur
Jónsson, Sigurður Líndal og Þorsteinn Davíðsson. Var þá
gefið fundarhlé meðan fjárhagsnefnd starfaði.
Eftir fundarhlé hófst fundur að nýju. Þórarinn Haralds-
son hafði framsögu fyrir fjárhagsnefnd og lýsti tillögu frá
nefndinni. Umræður um áætlunina og tillöguna fóru fram
og þessir tóku til máls: Ármann Dalmannsson, Hermóður
Guðmundsson, Jóhannes Sigvaldason, Ólafur Jónsson,
Ævarr Hjartarson, Þórarinn Haraldsson, Gísli Magnússon,
Þórarinn Lárusson, Sigurður Líndal og Guðmundur Jónas-
son.
Svofelld fjárhagsáætlun fyrir árið 1973 var samþykkt sam-
hljóða:
124