Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Page 124
Lárussonar, sem sameiginlegra héraðsráðunauta búnaðar-
sambandanna í Norðlendingafjórðungi, s. br. umsókn þar
að lútandi frá formönnum búnaðarsambandanna s. 1. sum-
ar“. Samþykkt samjhljóða.
„Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands samþykkir,
að kjósa 3ja manna nefnd til að fylgja eftir við stjórn Bún-
aðarfélags íslands umsókn um ráðningu þeirra Jóhannesar
Sigvaldasonar og Þórarins Lárussonar, sem héraðsráðunauta
á félagssvæði Ræktunarfélags Norðurlands". Samþykkt sam-
hljóða.
Þessir menn voru kosnir í nefndina:
Egill Bjarnason, Jóhannes Sigvaldason og Sigurður
Líndal.
„Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands 1972 samþykk-
ir að óska eftir því við búnaðarsamböndin á félagssvæði
Ræktunarfélasg Norðurlands, að þau útvegi fjármagn hvert
af sínu félagssvæði, til greiðslu á stofnkostnaði við uppbygg-
ingu Rannsóknarstofu Norðurlands. Framlag þetta nemi
árlega kr. 200,00 á hvern meðlim sambandanna árin 1973,
1974 og 1975. í þessu sambandi bendir fundurinn á, að leit-
að verði til hreppabúnaðarfélaganna um þessi framlög“.
Samþykkt með þorra atkvæða gegn einu.
Þá fóru fram nokkrar umræður um hvernig framlögum
Búnaðarsambandanna til félagsins verði skipt. Komu fram
tvær eftirtaldar tillögur: Frá Ævarri Hjartarsyni:
„Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands samþykkir
að skipting ijárframlaga búnaðarsambandanna til Ræktun-
arfélags Norðurlands verði þannig, að 60% af framlaginu
verði samkvæmt meðlimatölu og 40% samkvæmt viðskipt-
um búnaðarsambandanna við Rannsóknarstofuna árið á
undan“.
Frá Hermóði Guðmundssyni:
„Fundurinn beinir því til stjórnarinnar, að niðurjöfnun
árlegra rekstrargjalda til Rannsóknarstofunnar verði miðuð
við framleiðslumagn bænda í hverju búnaðarsambandi".
Tillaga Ævarrs var samþykkt með 7 atkvæðum gegn 2.