Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Blaðsíða 2
í upphafi sem skýrasta mynd af stöðu hinna hefðbundnu
greina í landbúnaði á Norðurlandi, en þær hafa til þessa
verið burðarás landbúnaðarframleiðslu í Qórðungnum. A
vegum félagsins var því sumarið 1986 unnin búrekstrar-
könnun sem hér verður í stuttu máli gerð grein fyrir. ítar-
legar niðurstöður úr könnuninni, verða ekki raktar þar sem
félagið verður vonandi þegar búið að birta skýrslu um þær
niðurstöður, þegar þessi grein kemur fyrir augu lesenda.
FRAMKVÆMD
Mest af þeim upplýsingum sem könnunin byggist á eru
fengnar úr ýmsum upplýsingasöfnum sem fyrir hendi eru
í opinberum stofnunum um bústofn, framleiðslu og önnur
gögn um einstakar jarðir. Auk þess komu einn eða fleiri
þeirra sem að könnuninni unnu í heimsókn á flest býli í
landsfjórðungnum. í þeim heimsóknum var lagt mat á ná-
kvæmni þeirra upplýsinga sem fyrir hendi voru og þær leið-
réttar og samræmdar. Einnig var upplýsinga um ýmsa aðra
þætti búskapar aflað í leiðinni. Rætt var við ábúendur um
viðhorf þeirra í núverandi stöðu framleiðslumála og búskap-
aráform á næstu árum. Eftir þeim viðtölum var leitast við
að meta áætlaða framleiðsluþörf í hefðbundnum greinum á
næstu árum. Þá var reynt að meta möguleika annarra fram-
leiðslugreina á hverjum stað.
Höfundur þessarar grejnar annaðist að mestu úrvinnslu
upplýsinga. Dreifða upplýsingaöflun og viðtöl við bændur
unnu auk hans þeir Egill Bjarnason, Guðmundur Steindórs-
son, Gunnar Þórarinsson, Ólafur G. Vagnsson og Hannes
Gunnlaugsson. Auk þess voru allir aðrir starfandi ráðunaut-
ar á starfssvæði Ræktunarfélagsins meiri eða minni þátttak-
endur í upplýsingaöflun.
Könnunin náði til allra sveitarfélaga á Norðurlandi nema
eftirtalina þéttbýlissveitarfélaga: Höfðahreppur (Skaga-
strönd), Sauðárkrókur, Siglufjörður, Grímsey, Hrísey, Húsa-
4