Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Blaðsíða 120
Hófust nú umræður um skýrslur og reikninga. Jóhann Helgason
spurði um launaskatt sem Ræktunarfélag og búnaðarsambönd eiga að
standa skil á. Það kom fram hjá Bjarna Guðleifssyni að Ræktunarfé-
lagið greiðir launaskatt af launum sinna starfsmanna. Gunnar Odds-
son spurði um kostnað og örvggi við nýja efnamælingaaðferð sem
Bjarni drap á í skýrslu sinni. Þeir Bjarni Guðleifsson og Þórarinn
Lárusson svöruðu og kom fram að þessi aðferð væri enn í þróun. Helsta
vandamálið við þessa aðferð væri að staðla mælingarnar. Um kostn-
aðinn lágu ekki fvrir tölur. Ólafur Þórarinsson spurði um niðurstöður
sýna úr rúlluböggum. Bjarni Guðleifsson taldi þessi sýni gefa til kynna
að verkun væri vfirleitt góð. Stefán Halldórsson spurði nánar um
niðurstöður tilrauna með heyköggla. Jóhannes Sigvaldason svaraði
þeirri spurningu ásamt spurningu Ólafs Þórarinssonar um hvernig
halda mætti burðartíma á kúm Tilraunastöðvarinnar.
Helgi Jónasson ræddi nokkuð um áburðarblöndur og verðmun á
eingildum og blönduðum áburði. Spurði hann jafnframt um tvískipt-
ingu á áburði á vori. Helgi spurði ennfremur um tekjur af þeim islenska
ref sem væri á Möðruvöllum. Jóhannes Sigvaldason svaraði siðustu
fyrirspurnunum. Sagði hann að farið hefði verið fram á vissar breyt-
ingar á áburðartegundum og þær fengist. Jóhannes taldi tvískiptingu
áburðar einkum til bóta á rýrari tún. Varðandi íslenska refinn á
Möðruvöllum þá var hann tekinn inn 1985. Refurinn er í bráða-
birgðahúsnæði sem ekki er viðurkennt fyrir loðdýr. Hugsanlega yrði
þessi starfsemi flutt suður. Þetta refaverkefni er flókið og dýrin i sóttkví.
4. f kjörbréfanefnd voru kjörnir Helgi Jónasson, Sveinn Jónsson og
Gunnar Oddsson. Helgi Jónasson gerði grein fvrir áliti kjörbréfa-
nefndar. Nefndin lagði til að eftirtaldir fulltrúar yrðu samþykktir:
Búnaðarsamband V-Húnavatnssýslu:
Enginn fulltrúi mættur.
Búnaðarsamband A-Húnavatnssýslu:
Jóhannes Torfason formaður,
Halldór Guðmundsson fulltrúi, varamaður.
Búnaðarsamband Skagfirðinga:
Ólafur Þórarinsson fulltrúi,
Egill Bjarnason búnaðarþingsfulltrúi,
Gunnar Oddsson búnaðarþingsfulltrúi.
Búnaðarsamband Eyjafjarðar:
Haukur Halldórsson formaður,
Þóranna Björgvinsdóttir fulltrúi,
Stefán Halldórsson búnaðarþingsfulltrúi,
Sveinn Jónsson búnaðarþingsfulltrúi.
Búnaðarsamband S-Þingeyinga:
Helgi Jónasson fulltrúi,
Erlingur Arnórsson búnaðarþingsfulltrúi.
122