Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Blaðsíða 86
Skagafirði og á Rangárvöllum nú sumarið 1986. Fjórðungs-
mót hafa nú undanfarin ár verið haldin í öllum fjórðungum á
árunum á milli landsmóta.
Opinbera ræktunarstefnan í hrossaræktinni hérlendis var
mótuð árið 1952 en þá samþykkti Búnaðarþing að rækta beri
vel skapaða, létta, geðgóða og viljuga hesta til reiðar og léttari
vinnu. Þetta ræktunarmark er síðan betur skilgreint á hverj-
um tíma í vægistuðlum dómstigans og í því á hvern hátt hann
er notaður á þeim hrossasýningum þar sem Búnaðarfélag
fslands stendur ábyrgt fyrir verkum.
Arið 1950 var byrjað hérlendis að dæma kynbótahross á
dómstiga þar sem einkunnatölurnar voru vegnar vægistuðl-
um til að fá fram lokaeinkunn. Þarna var því byrjað á að fella
skilgreindan kvarða á huglæga eiginleika reiðhestsins en ekki
látið nægja að flokka hrossin gróflega í flokka eftir gæðum og
fegurð. Á þann veg var þá víðast ennþá unnið í hrossarækt-
inni erlendis og svo er nú í ófáum löndum enn í dag. Þetta
atriði, að kynbótahrossin skuli nú áratugum saman hafa verið
dæmd á samfelldum kvarða, hefur gert töl- og kynbótafræði-
lega úrvinnslu gagna mögulega.
Fyrstu reglur um kynbótadómstiga eru frá 17. apríl 1950 en
breytingar voru gerðar á dómstiganum fyrir landsmótið 1954
og enn frekari fyrir landsmótið 1958. Dómstigi, afar líkur því
sem nú gildir, tók gildi stuttu síðar en þó vóg bygging og
hæfni ekki jafnt í aðaleinkunn, því hæfnin gilti þá 60%. Þessi
dómskali hefur verið notaður lengst af síðan, þó með smáleg-
um breytingum. Þannig hefur bygging og hæfni vegið jafnt í
lokaeinkunn hestsins allt frá því er Þorkell Bjarnason hóf störf
hjá B.l. Árið 1979 voru samþykktar í Sýningarnefnd nokkrar
breytingar kynbótadómstigans en Sýningarnefnd er sam-
ráðsnefnd B.í. og L.H. um kynbótastarfið í hrossaræktinni og
starfar í umboði stjórnar Búnaðarfélagsins. Þá var farið að
gefa þrjár einkunnir fyrir tvær byggingareigindir sem áður
voru metnar í einu lagi. Yfirsvipur var áður metinn sem ein
heild með margfeldið 16 en nú var farið að gefa þar þrjár
einkunnir eða fyrir höfuð með margfeldið 4, fyrir háls, herðar og
bóga með margfeldið 6 og bak og lend með margfeldið 6. Sam-
88