Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Blaðsíða 39
upstungum á tímabilinu 1958-1974. Árlegt magn af brenni-
steini í úrkomu sveiflast þá frá 3 til 7 kg S/ha.
í riti Veðurstofunnar, Veðráttunni, eru tilgreindir þeir
dagar á veðurathuganastöðvum landsins, þegar vindhraði er
10 vindstig eða meira. Einnig er í flestum tilvikum getið
vindátta. Að tillögu Páls fletti ég Veðráttunni og tók niður
þau tilvik, þegar vindstig urðu 10 eða meira á tilraunastöðv-
unum, einkum á þeim árum eða árunum á undan, þegar
Na-magn í grasi náði hámarki (1959, 1968 og 1969).
Ég fór síðan aftur í smiðju til Páls Bergþórssonar með
framangreinda samantekt. Hann lagði þá talsverða vinnu í að
taka fram og skoða veðurkort norðursvæðisins fyrir þá daga,
þar sem, skv. úrtöku minni úr Veðráttunni, veðurhæð og
vindáttir bentu til mestra seltuáhrifa frá sjávarroki. Með því
að fylgjast þannig með gangi og yfirferðarhraða djúpra lægða
er fóru nálægt Islandi, svo og tegund og magn úrkomu er
þeim hafa fylgt, mat Páll sennileg áhrif viðkomandi stórviðra
að því er sjávarrok varðar. 1 þessu ágripskennda yfirliti yrði
það of langt mál að greina frá mati Páls i einstökum atriðum.
En í flestum þessara tilvika gat hann bent á veðrin, sem valdið
höfðu mestum saltflutningi í einstökum árum. Koma hér ekki
aðeins til greina vindstyrkur og vindáttir á umræddum til-
raunastöðvum, heldur einnig stormferlar á hafinu, úrkomu-
magn og tegund úrkomu (snjór eða regn). f fáum tilvikum,
einkum varðandi Reykhóla, voru þó ekki ljósar af veðurkort-
unum ástæður áberandi saltáfoks. Skýringin varðandi Reyk-
hóla kann sumpart að vera sú, að sjávarúði getur borist á land
tilraunastöðvarinnar svo að segja úr öllum áttum, og það í
vindstyrk sem er innan við 10 vindstig. Á grundvelli mats Páls
er tafla 4 sett saman, til nokkurrar viðmiðunar.
í sambandi við töflu 4 er eitt atriði athyglisvert: Þau stór-
viðri, sem ætla má að hafi einkum stuðlað að saltflutningi úr
sjó á lönd tilraunastöðvanna á umræddu timabili, hafa und-
antekningalaust orðið á fyrstu þrem mánuðum ársins. Á
tímabilinu frá 1958-1976 kom ekkert stórviðri að sumarlagi í
líkingu við það sem átti sér stað í maí 1956. Það þýðir aftur, að
saltið barst í jarðveginn en ekki i gróður sem var í vexti. Af því
41