Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Side 117

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Side 117
skammtar af blönduðum áburði og Kjarna. Tilraunin er á gamalræktuðu túni sem hafði fengið búfjáráburð árlega um langa hríð og vel áborið að öllu leyti. Niðurstöður þessa árs sýna að nú þegar á þriðja ári frá upphafi tilraunar er veru- legur uppskerumunur á reitum sem fengu blandaðan áburð annars vegar og Kjarna einn hins vegar, blandaða áburðin- um í hag. Sýnir þetta enn hve varlega þarf að fara í það að nota köfnunarefni eitt sér jafnvel á tún sem talin eru gamal- gróin í rækt. Skortseinkenni á grösum s.l. sumar bentu á verulegan kalískort við alla stærri skammta af Kjarna. Er þetta í takt við það sem áður er fundið (m.a. tilraun með kalíáburð í Birkihlíð í Skagafirði) að varhugavert er að sleppa steinefnum — sér í lagi kalí — nema eitt til tvö ár jafnvel þótt um áralanga mikla áburðarnotkun hafi verið að ræða. Nauðsyn er að greiða betur úr þessum málum nú þegar ár- áttan er að minnka áburðarnotkun jafnvel verulega sums- staðar. Önnur tilraun var gerð í fyrra og að nokkru leyti lokið við efnagreiningar sýna og uppgjör á þessu ári. Þessi tilraun var með áburðar- og sláttutíma. Helsta niðurstaða tilraunar- innar er sú að land sem er í góðri rækt og getur þess vegna farið að spretta á vorinu er ekki svo viðkvæmt fyrir því hvort borið er á örlítið fyrr eða seinna. Hins vegar ef mold er ófrjó eða í illri rækt fer spretta ekki af stað að marki fyrr en borið er á og ef því seinkar tapast góður sprettutími sem ekki kemur aftur og heildaruppskera verður minni. Hægt er að seinka þroska grasa með því að bera seinna á. Þá má geta þess að nokkrar stofna- og afbrigðatilraunir eru gerðar fyrir sérfræð- inga á Keldnaholti. Fóðurtilraunir voru gerðar tvær. Sú fyrri í nóvember þar sem reynt var hve mikið væri hægt að koma af heyi og hey- kögglum í kýr í lágri nyt. Síðari tilraunin var gerð í mars, apríl og maí. Þar var einnig reynt að koma sem mestu heyi i kýr, að hluta í formi heyköggla. Nú voru kýr nýbornar og í hárri nyt. Einstaka kýr át mjög mikið af heykögglum. Bragi Lindal Ólafsson hafði veg og vanda af skipulagningu þessara til- rauna og uppgjör sem enn er ekki lokið er í hans höndum. Fyrirhuguð er ferð um Norðurland seinna í haust til að halda 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.