Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Page 33
BJÖRN JÓHANNESSON:
ÁHRIF ÁFOKS SJÁVAR
Á NATRÍUMINNIHALD GRÓÐURS
I TÚNUM
I. INNGANGSORÐ
Það er alkunna, að í sjó eru ýmis efni sem eru mikilvæg fyrir
þrif jurta og dýra, þar með taldrar mannskepnunnar. Þessi
efni berast á þurrlendi sem sjávarúði eða með regni sem hefur
orðið fyrir áhrifum sjávar. Á strandlengjum og eylöndum,
eins og t.d. íslandi, er einkum áhugavert að afla upplýsinga
um þessa efnalind og hvernig áhrif hennar breytast eftir
landlegu. Eins og tafla 1 hér á eftir ber með sér, er mikið af
natríum í sjó, og ákvörðun á magni þessa efnis í jarðargróðri
er góður mælikvarði á það, hve mikið af sjávarsöltum eða
sjávarefnum kunna að berast á land.
I köflum II og III hér að aftan eru þessi atriði lítillega rædd
fyrir nokkra staði á Grænlandi og Islandi.
II. FRÁ GRÆNLANDSRANNSÓKNUM
Sumurin 1978-81 var hópur starfsmanna frá Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins við gróður- og ræktunarrannsóknir á
Suður-Grænlandi. Um þessar rannsóknir má vitna til greinar
í tímaritinu Islenskar landbúnaðarrannsóknir 1985, 1-2, bls.
57-71, en þar er getið frumgagna sem tiltæk eru í handritum
svo og einnar skýrslu um grænlensk haglendi, sem gefin var út
1983. Þó að þ ^ssar rannsóknir hafi ekki beina þýðingu fyrir
35