Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Page 34
rannsóknir eða landnytjar á Islandi, þá geta viss náttúrufyr-
irbæri á Grænlandi leitt hugann að sambærilegum áhrifa-
þáttum hérlendis. Verður hér drepið á einn slíkan þátt,
nefnilega þann sem um getur í titli þessa greinarkorns.
1 fyrri dálki töflu 1 er fært magn nokkurra jóna í fullsöltum
sjó. í seinni dálkinn er fært hve mikið af þessum efnum bærist
með sjávaráfoki á hektara lands árlega, ef slíkt áfok yrði alls 1
mm þykkt vatnslag á ári. Þetta áfok er valið af handahófi, en á
sama grundvelli mætti reikna út hve mikið af umræddum
efnum berst með sjóroki, sé áfoksmagnið þekkt.
Tafla 1. Efnainnihald sjávar og áfoks.
Efnainnihald sjávar, mg í lítra Efnaíburður á ha lands miðað við 1 mm þvkkt sjávaráfok á ári, kg/ha
Na+ 10.500 105
Mg+ + 1.250 12,5
Ca+ + 401 4,0
K+ 389 3,9
S (sem SC>4~ ~) 880 8,8
Bórsýra 25,8 0,26
Tildrög eftirfarandi hugieiðinga eru pau, að í sambandi við
framangreindar rannsóknir á Grænlandi voru gerðar um-
fangsmiklar efnagreiningar á gróðri, bæði af túnum og út-
haga. Aburðartilraunir, með 11 mismunandi áburðarliðum,
voru gerðar á fjórum stöðum, sem tilgreindir eru í töflu 2. Þar
er fært meðalinnihald af natríum í þurrefni túngróðurs af
öllum tilraunaliðum. Tölurnar eru fjögurra ára meðaltöl, þ.e.
meðaltöl af 44 sambærilegum gróðursýnum. Þess ber þó að
geta, að gróðurfar var all breytilegt á umræddum túnum, og
að þessu leyti eru tölurnar ekki fyllilega sambærilegar.
Á Suður-Grænlandi eru suðaustan og austan rok alltíð og
berst þá talsvert af sjávarúða á landræmur sem liggja norð-
vestan og vestan fjarðanna. Og þar sem í flestum tilfellum
36