Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Side 35
ræðir um mjóar og brattar strandræmur, má reikna með því
að áhrif sjávaráfoks geti orðið umtalsverð.
Tafla 2. Natríuminnihald í þurrefni túngróðurs.
Tilraunastaðir Natríum, % Hlutföll
Upemaviarsuk............................... 0,08 26
Qassiarsuk................................. 0,21 68
Itilleq.................................... 0,31 100
Söndre Igaliku............................. 0,12 39
Athugun á landakorti Suður-Grænlands sýnir, að af við-
komandi fjórum tilraunastöðum eru lang minnstar líkur á
sjávarroki í Upernaviarsuk. Þar næst kemur Söndre Igaliku,
en ætla má að mest sé áfokið í Qassiarsuk og Itilleq. Tölurnar
í töflu 2 staðfesta þessa tilgátu.
Af töflu 1 má ætla, að umtalsvert sjávaráfok geti haft já-
kvæð áhrif á brennisteinsbúskap jarðvegsins. I fyrrnefndri
grein í Islenskum landbúnaðarrannsóknum er skýrt frá því, að
í gróðurhúsatilraun á Korpúlfsstöðum sumurin 1982, 1983 og
1984 hafi komið í ljós mikill brennisteinsskortur í jarðvegi frá
tilraunastaðnum í Söndre Igaliku, en þar er sjávaráfok til-
tölulega lítið skv. töflu 2. Eins og rakið er í grein í íslenskum
landbúnaðarrannsóknum, 1979, 9, bls. 3-21, gætir brenni-
steinsskorts allvíða í túnum hérlendis.
Framangreindar niðurstöður beina athyglinni að því, að
áhugavert myndi að kanna nánar áhrif sjávaráfoks á gróður
hér á landi.
III. FRÁ ISLANDI: NATRÍUMEFNAGREININGAR
Á GRASSÝNUM FRÁ TILRAUNASTÖÐVUM JARÐRÆKTAR
I skeggræðum við kollega mína á Rannsóknastofnun land-
búnaðarins, þá Friðrik Pálmason og Hólmgeir Björnsson,
bentu þeir mér á, að á bókasafni stofnunarinnar væri að finna
37