Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Síða 53
iooo n
500 i-----1------1-----1------1------1-----1
0 Q2 0,4 0,6 Q8 1,0 1,2 1,4
BEITARÞUNGI (MERAR/HA)
Mynd 10. Pungi beitar hefur mikil áhrif á þrif alls búpenings, t.d. hrossa sem
beitt var á mýrlendi í Sölvholti í Flóa.
um er graslitli lyngmóinn á Ásheiðinni upp af Kelduhverfi
viðkvæmastur, en beitarálag vex minnst með auknum beitar-
þunga á frjósömu landi, eins og á mýrinni í Kálfholti í
Holtum. Samanburður á myndum 7 og 8 sýnir að beitarálag
skýrir að hluta hin mismunandi áhrif beitarþunga frá einu
beitilandi til annars.
Á 9. mynd kemur fram að áhrif beitarþungans eru á sama
veg hvort heldur sem um er að ræða fallþunga einlembinga
eða tvílembinga eða þunga áa í lok beitar að hausti. Myndin
byggir á gögnum úr beitartilrauninni á Auðkúluheiði.
Hámarksvaxtarhraði og samhengi beitarþunga og afurða
fer eftir afar mörgu. Má þar nefna gæði gróðurs, sprettu,
gripi (ær, einlembinga, tvílembinga, kyn), aldur lamba og
mjólkurlagni áa (3,4). Fræðilega séð á beitarþungi engin
áhrif að hafa á vaxtarhraða ef beit er mjög væg. Svo hefur
þó sjaldnast verið í reyndinni, hvorki í íslenskum tilraunum
né erlendum. Breytingar á búfjárfjölda segja því fljótt til sín
í afurðum.
55