Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Page 54
Alltof lítill gaumur hefur verið gefinn að hinu nána sam-
hengi sem ríkir á milli fjölda fjár í högum og afurða. Fjölgun
fjár á búi eða afrétti leiðir þannig af sér skerðingu á afurðum
eftir hvern grip. Fækkun fjár, eins og nú á sér stað, mun
á sama hátt leiða til aukinna afurða eftir ána. Ástand beiti-
landsins hefur þó áhrif á það hve fljótt afurðaaukning vegna
fækkunar kemur fram. Breytingar á fjölda sauðfjár munu
einnig hafa meiri áhrif á hálendinu en í heimahögum. Mikil-
vægt er að eðlilegt jafnvægi sé á milli þess fjölda fjár sem
gengur í heimalöndum og á afréttum. Sama gildir um ein-
staka hluta beitilanda. Því þarf að stjórna beitinni.
Hross hafa svipað plöntu- og landval og sauðfé á frjálsri
beit. Fé og hross lenda því í beinni samkeppni um besta
gróðurinn þar sem þeim er beitt saman og það getur orðið
til að skerða verulega afurðir sauðfjárins. Hrossin eru ein-
maga dýr og geta nýtt sér mun lakari gróður en sauðféð
(12). Hross sem beitt var á mýrlendi í Sölvholti í Flóa þrifust
þannig afbragðsvel þótt afurðir sauðfjár, sem gekk á sama
landi, hafi verið mjög rýrar. Þungi beitar hefur mikil áhrif
á þrif hrossa ekki síður en sauðfjár, eins og sjá má á 10.
mynd. Ef samhengi beitarþunga og afurða er þekkt er hægt
að meta hvaða toll hrossabeitin tekur af afurðum sauðfjárins
og gera hagkvæmnissamanburð.
V. BREYTINGAR Á HELSTU NÆRINGARÞÁTTUM
FRÁ VORI TIL HAUSTS
Samhengi beitarþunga og vaxtarhraða er háð því hversu
langur beitartíminn er og hve lömbin eiga eftir að taka út
mikinn vöxt (24). Hið línulega samhengi, sem lýst var hér
að framan, á fyrst og fremst við um sumarlanga beit. Vaxtar-
hraði og áhrif beitarþunga breytast hins vegar mikið frá vori
til hausts. Til þess hggja ýmsar ástæður, svo sem breytingar
á beitarálagi og uppsöfnuð áhrif beitarinnar á gróðurinn yfir
sumarið ásamt fallandi næringargildi gróðurs og minnkandi
mjólkurmyndun hjá ánum (22,40).
56