Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Page 54

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Page 54
Alltof lítill gaumur hefur verið gefinn að hinu nána sam- hengi sem ríkir á milli fjölda fjár í högum og afurða. Fjölgun fjár á búi eða afrétti leiðir þannig af sér skerðingu á afurðum eftir hvern grip. Fækkun fjár, eins og nú á sér stað, mun á sama hátt leiða til aukinna afurða eftir ána. Ástand beiti- landsins hefur þó áhrif á það hve fljótt afurðaaukning vegna fækkunar kemur fram. Breytingar á fjölda sauðfjár munu einnig hafa meiri áhrif á hálendinu en í heimahögum. Mikil- vægt er að eðlilegt jafnvægi sé á milli þess fjölda fjár sem gengur í heimalöndum og á afréttum. Sama gildir um ein- staka hluta beitilanda. Því þarf að stjórna beitinni. Hross hafa svipað plöntu- og landval og sauðfé á frjálsri beit. Fé og hross lenda því í beinni samkeppni um besta gróðurinn þar sem þeim er beitt saman og það getur orðið til að skerða verulega afurðir sauðfjárins. Hrossin eru ein- maga dýr og geta nýtt sér mun lakari gróður en sauðféð (12). Hross sem beitt var á mýrlendi í Sölvholti í Flóa þrifust þannig afbragðsvel þótt afurðir sauðfjár, sem gekk á sama landi, hafi verið mjög rýrar. Þungi beitar hefur mikil áhrif á þrif hrossa ekki síður en sauðfjár, eins og sjá má á 10. mynd. Ef samhengi beitarþunga og afurða er þekkt er hægt að meta hvaða toll hrossabeitin tekur af afurðum sauðfjárins og gera hagkvæmnissamanburð. V. BREYTINGAR Á HELSTU NÆRINGARÞÁTTUM FRÁ VORI TIL HAUSTS Samhengi beitarþunga og vaxtarhraða er háð því hversu langur beitartíminn er og hve lömbin eiga eftir að taka út mikinn vöxt (24). Hið línulega samhengi, sem lýst var hér að framan, á fyrst og fremst við um sumarlanga beit. Vaxtar- hraði og áhrif beitarþunga breytast hins vegar mikið frá vori til hausts. Til þess hggja ýmsar ástæður, svo sem breytingar á beitarálagi og uppsöfnuð áhrif beitarinnar á gróðurinn yfir sumarið ásamt fallandi næringargildi gróðurs og minnkandi mjólkurmyndun hjá ánum (22,40). 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.