Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Page 65
Forðanæring verður þá lítil, sem kemur niður á vetrarþoli
og sprettu að vori. Eitthvert lágmarksmagn af sinu er einnig
nauðsynlegt til að hlífa gróðursverðinum yfir veturinn. Þung
beit síðari hluta sumars getur valdið mjög miklu tjóni og
það á ekki síður við urn afurðir búfjárins en gróður og
jarðveg.
VIII. HEGÐUN SAUÐFJÁR Á BEIT
Búfénaður, einkum sauðfé, er mjög vandfýsinn í vali á beitar-
svæðum, gróðurlendum, plöntutegundum og plöntuhlutum
(10). Effjölbreytni í gróðri og landslagi er mikil, nýtist aðeins
lítill hluti gróðursins til beitar, nema beit sé stjórnað þeim
mun betur.
Dreifing sauðfjár um beitilönd getur verið mjög ójöfn af
ýmsum ástæðum. Val á svæðum ræðst m.a. af þekkingu og
vana. Fé verður hagvant og heldur sig t.d. oft á sömu svæð-
um á afréttum sumar eftir sumar. Eandslag, fjarlægðir og
landfræðilegar hindranir geta einnig valdið því að sumir
hlutar afrétta geta verið vannýttir á meðan aðrir eru ofnýttir.
Dreifing fjár fer einnig eftir veðurlagi. í vondum veðrum
leitar fé skjóls eða hörfar undan, jafnvel til byggða. Féð er
stöðugt að leita að lystugum gróðri með hátt næringargildi
og þroskaferill og uppsöfnuð áhrif beitar á gróður ráða því
miklu um það hvar féð heldur sig. Fé á afréttum fer að leita
heim þegar gróður fer að falla eða það besta er uppbitið,
jafnvel þótt tíð sé góð. Eins hörfar fé undan beitarþunga
og leitar þangað sem rýmra er í högum.
Sauðfé velur sér ákveðin gróðurlendi á þeim svæðum þar
sem það heldur sig mest, en val á gróðurlendum breytist
hins vegar mikið frá vori til hausts. Proskaferill gróðurs
ræður þar miklu svo og hlutfall hinna betri beitarplantna
samanborið við önnur kjörgróðurlendi. Að sumarlagi fer fé
t.d. ekki að sækja að ráði í votlendisgróður fyrr en fer að
sneyðast um eftirsóttasta gróðurinn eða lostæta plöntuhluta.
Valllendi, jaðrar og grasríkir móar eru vinsælustu gróður-
lendin.
67