Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Page 83
gegndi starfinu til ársloka 1961. Þar á milli hafði Magnús
Vigfússon annast hrossasýningar sumarið 1939. Hin síðari ár
hefur Gunnar Bjarnason verið starfandi hjá B.í. í hluta úr
starfi sem ráðunautur um útflutning hrossa. Þorkell Bjarnason
tók við starfi hrossaræktarráðunautar í byrjun árs 1962 og
gegnir því nú.
Starf leiðbeiningaþjónustu Búnaðarfélags íslands i hrossa-
rækt hefur falist í að ráðunautar þess hafa veitt forystu dóm-
um kynbótahrossa á landinu öllu og annast skráningu þeirra í
ættbók, skýrslur hafa verið haldnar um notkun og afkvæmi
kynbótahesta hjá hrossaræktarsamböndunum og þær m.a.
notaðar við útreikning framlaga úr ríkissjóði til samband-
anna. Hrossaræktarsamböndunum og einstökum ræktendum
hefur verið veitt ráðgjöf og aðstoð eftir því sem óskað hefur
verið og fært hefur verið að veita. Hjá B.í. er til sérstakur
sjóður, Stofnverndarsjóður, sem aðstoðar samböndin við
kaup stóðhesta, sem annars kynnu að verða fluttir úr landi
(sjá 37. gr. búfjárræktarlaga). Hrossaræktarráðunautur hjá
félaginu stjórnar miklu um framlög úr sjóði þessum. Einnig er
allmikið starf viðkomandi Stóðhestastöðinni, en B.f. hefur
starfrækt hana frá árinu 1973. Tilgangur hennar er uppeldi
og tamning stóðhesta, sem ýmist eru í eigu stöðvarinnar
sjálfrar, hrossaræktarsambanda eða einkaaðila. Stöðin er
rekin með framlögum úr ríkissjóði auk eigin tekna.
Fullvíst má telja að hrossarækt geti orðið mun burðugri
búgrein en hún er nú, til þess skortir nú helst að hrossarækt-
endur sjálfir gangi með meiri eindrægni og kunnáttu að
verkum sínum með þeim ásetningi að hafa af búgreininni arð.
Sölukerfið verður einnig að endurskipuleggja. Hrossaræktin
væri þá í flokki með svonefndum nýbúgreinum og gæti ásamt
með öðrum nýbúgreinum styrkt stöðu landbúnaðarins vegna
óumflýjanlegs samdráttar í hefðbundnum búgreinum. f
þessum tilgangi hefur B.f. eflt leiðbeiningaþjónustu sína í
hrossarækt og tekið í notkun ýmsar nýjungar.
Þann 1. ágúst síðastliðinn var Kristinn Hugason ráðinn í
hálfa stöðu hrossaræktarráðunautar hjá félaginu. Megið starf
hans verður á sviði skráningar ræktunarhrossa, úrvinnslu
85