Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Síða 93
vöruframleiðslu krefst þess, að öllum útgjaldaliðum í bú-
rekstrinum sé haldið í lágmarki, ekki síst fóðurkostnaði sem
jafnan vegur þungt. Veigamikill þáttur í þeirri viðleitni
hlýtur að vera að bæði samsetning fóðursins og magn sé
í sem bestu samræmi við þarfirnar. Forsenda þess að slíkt
samræmi náist er að sú matsaðferð sem beitt er, hvort heldur
um er að ræða mat á orku eða einstökum næringarefnum,
gefi sem réttasta niðurstöðu.
Sú próteinmatsaðferð, sem hér er ætlunin að kynna, er
talin gefa réttari niðurstöðu, ekki síst þegar um er að ræða
mat á próteini fyrir hámjólka kýr, ær eftir burð og gripi
í örum vexti.
HVERNIG HEFUR PRÓTEIN í FÓÐRI JÓRTURDÝRA
VERIÐ METIÐ?
í núgildandi fóðurreglugerð er kveðið á um að prótein í fóðri
skuli meta sem „meltanlegt prótein.“ Sama gildir einnig um
próteinþarfirnar. Með hugtakinu „meltanlegt prótein“, er
átt við þann hundraðshluta fóðurpróteinsins sem ekki skilst
út með saur.
Síaukin þekking á meltingarstarfsemi hjá jórturdýrum,
ekki síst á mikilvægi örverustarfseminnar í vömb og þeirri
próteinuppbyggingu sem þar fer fram, hefur að nokkru kippt
grundvellinum undan þessari mæliaðferð. Ekki ber að skilja
það svo að „meltanlegt prótein“ sé með öllu ónothæf mæli-
eining. Miklu fremur má segja að því fjær sem við erum
meðalþörfum og meðalpróteinmagni í fóðrinu, þá fari mæli-
einingin að túlka skekkta niðurstöðu.
Þessu er best lýst með einfoldu dæmi: Ef jórturdýr er
fóðrað, (t.a.m.í meltanleikamælingu) á mjög próteinsnauðu
fóðri, (minna en 3% prótein í þurrefni) en þess jafnframt
gætt að í fóðrinu séu næg orka, steinefni og vítamín, getur
meltanleiki próteinsins mælst 0 eða jafnvel neikvæður. Þetta
stafar af því, að jórturdýr skilja út með saur tiltekið magn
95