Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Blaðsíða 94

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Blaðsíða 94
af próteini (30-35 g fyrir hvert kg þurrrefnis í fóðri), óháð því hvert próteininnihald fóðursins er. Hluti þess próteins sem mælist í saur á ekki rætur að rekja til fóðurpróteinsins. Þar er um að ræða prótein úr vefjum dauðra vambarörvera, meltingarhvötum, þakfrumum úr slímhúð meltingarfæra o.s.frv. Ef á hinn bóginn fóðrað er á mjög próteinríku fóðri má búast við, að verulegur hluti fóðurpróteinsins tapist frá skepnunni með þvagi og að þannig mælist meltanleiki þess hærri en hann raunverulega er. Aður en fjallað verður nánar um hina nýju próteinmatsað- ferð er rétt að rifja upp í stórum dráttum meltingu og um- myndun á próteini í vömb jórturdýra. Yfir 80 af hundraði þess próteins sem íslenska meðalkusan fær í ársfóðri sínu er úr gróffóðri (hey / vothey og beit), m.ö.o. að af 650-700 kg árlegri próteinþörf koma um 100 kg úr kjarnfóðri og 550-600 kg úr gróffóðri (1). Hjá sauðfé er hlutfall gróffóðurpróteinsins af heildarpróteini í ársfóðrinu enn hærra. Vegna þess hve gróffóðurpróteinið er ríkjandi og að notkun kjarnfóðurpróteinsins fyrir jórturdýr er bundin vissum tímabilum, hlýtur umfjöllun um próteinmatið eink- um að tengjast gróffóðrinu. Sem kunnugt er hafa jórturdýr (kýr, kindur og geitur) fjórskiptan maga; vömb, kepp, laka og vinstur (sjá mynd 1). Þrír fyrstnefndu magahlutarnir eru stundum nefndir for- magar (samanber fordyri, fortjald) þar eð þeir eru framan við hinn eiginlega maga í meltingarveginum, vinstrina, sem að gerð og hlutverki svipar mest til maga í einmaga dýrum. í vömb og kepp (hér eftir kölluð einu nafni vömb) lifir aragrúi örvera, bæði gerla og einfrumunga. Vambarörver- urnar lifa í sambýli við skepnuna. Til starfsemi sinnar þurfa þær næringu (orku, prótein, steinefni, vítamín), sem fengin er úr fóðri skepnunnar. Með aðstoð meltingarhvata, sem ör- verurnar sjálfar mynda og gefa frá sér, gerjast (brotna niður) næringarefni fóðursins. Orverustarfsemin hefur sérstaka þýð- ingu fyrir gerjun kolvetnasambanda í gróffóðri (þ.e. trénis), þar eð hún getur ekki orðið með öðrum hætti. Verulegur hluti af næringargildi gróffóðurs er bundin í frumuveggjar- 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.