Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Blaðsíða 94
af próteini (30-35 g fyrir hvert kg þurrrefnis í fóðri), óháð
því hvert próteininnihald fóðursins er. Hluti þess próteins
sem mælist í saur á ekki rætur að rekja til fóðurpróteinsins.
Þar er um að ræða prótein úr vefjum dauðra vambarörvera,
meltingarhvötum, þakfrumum úr slímhúð meltingarfæra
o.s.frv. Ef á hinn bóginn fóðrað er á mjög próteinríku fóðri
má búast við, að verulegur hluti fóðurpróteinsins tapist frá
skepnunni með þvagi og að þannig mælist meltanleiki þess
hærri en hann raunverulega er.
Aður en fjallað verður nánar um hina nýju próteinmatsað-
ferð er rétt að rifja upp í stórum dráttum meltingu og um-
myndun á próteini í vömb jórturdýra.
Yfir 80 af hundraði þess próteins sem íslenska meðalkusan
fær í ársfóðri sínu er úr gróffóðri (hey / vothey og beit),
m.ö.o. að af 650-700 kg árlegri próteinþörf koma um 100
kg úr kjarnfóðri og 550-600 kg úr gróffóðri (1). Hjá sauðfé
er hlutfall gróffóðurpróteinsins af heildarpróteini í ársfóðrinu
enn hærra. Vegna þess hve gróffóðurpróteinið er ríkjandi
og að notkun kjarnfóðurpróteinsins fyrir jórturdýr er bundin
vissum tímabilum, hlýtur umfjöllun um próteinmatið eink-
um að tengjast gróffóðrinu.
Sem kunnugt er hafa jórturdýr (kýr, kindur og geitur)
fjórskiptan maga; vömb, kepp, laka og vinstur (sjá mynd
1). Þrír fyrstnefndu magahlutarnir eru stundum nefndir for-
magar (samanber fordyri, fortjald) þar eð þeir eru framan
við hinn eiginlega maga í meltingarveginum, vinstrina, sem
að gerð og hlutverki svipar mest til maga í einmaga dýrum.
í vömb og kepp (hér eftir kölluð einu nafni vömb) lifir
aragrúi örvera, bæði gerla og einfrumunga. Vambarörver-
urnar lifa í sambýli við skepnuna. Til starfsemi sinnar þurfa
þær næringu (orku, prótein, steinefni, vítamín), sem fengin
er úr fóðri skepnunnar. Með aðstoð meltingarhvata, sem ör-
verurnar sjálfar mynda og gefa frá sér, gerjast (brotna niður)
næringarefni fóðursins. Orverustarfsemin hefur sérstaka þýð-
ingu fyrir gerjun kolvetnasambanda í gróffóðri (þ.e. trénis),
þar eð hún getur ekki orðið með öðrum hætti. Verulegur
hluti af næringargildi gróffóðurs er bundin í frumuveggjar-
96