Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Side 99

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Side 99
prótein. Ákveðinn hluti þvagefnisins úr blóðinu flæðir til baka til vambar, annað hvort með munnvatninu eða beint inn í vömb. Ef fóðrið á hinn bóginn inniheldur of lítið af uppleysanlegu próteini (torleyst) þá er hætt við að vambarörverurnar skorti ammoníak til eðlilegrar próteinmyndunar. Skert örverustarf- semi af þeim sökum getur haft áhrif á gerjun í vömb og þar með meltanleika fóðursins og jafnvel takmarkað fóðurát skepnunnar (7). Rétt fóðrun með próteini byggist á að þekkja leysni fóðurpróteinsins í vömb, þannig að unnt sé að gera sér grein fyrir því magni sem örverunum stendur til boða. Til þess að hagnýta nýja þekkingu á eðli próteina og um- myndun þeirra við meltingu í vömb jórturdýra þarf víðtækari matsaðferð en þá að mæla einungis meltanleika próteinsins sem hlutfallslegan mismun í fóðri og saur. Árið 1980 var eins og áður sagði komið á fót norrænum starfshópi er vinna skyldi að mótun nýrrar próteinmatsað- ferðar. Starfshópurinn hefur nýlega skilað niðurstöðum þar sem lagt er til að ný matsaðferð verði tekin í notkun og gerð er grein fyrir helstu þáttum hennar (8). Höfuðtilgangur með þróun hennar er: * að ná betra samræmi á milli próteinþarfa jórturdýra og áætlaðs próteininnihalds einstakra fóðurtegunda og/eða fóðurskammta en unnt er með notkun meltanlegs prót- eins. * að fyrirbyggja sóun eða skort á próteini í mjólkur- og kjötframleiðslu. Aðferðin hefur enn ekki verið tekin opinberlega í notkun á Norðurlöndum, en hún er núna til reynslu og er verið að sannprófa matsniðurstöðurnar í sérstaklega skipulögðum tilraunum. Hérlendis er slíkt starf ekki haíið ennþá. Við mótun aðferðarinnar var ensk tunga ráðandi og því eru ýmis hugtök og mælistærðir táknuð á ensku. Til að auð- velda skilning á og umfjöllun um aðferðina hefi ég leyft mér að íslenska hugtök og heiti (skammstafanir). Rétt er þó að taka fram, að íslenskun hugtaka er á ábyrgð höfundar. 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.