Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1986, Qupperneq 103
hlutfalli, fóðuráti o.il. Til að byrja með er horft framhjá hugs-
anlegum áhrifum þeirra og gert ráð fyrir áðurnefndu sam-
hengi.
Varðandi lið g er slegið fbstu að raunverulegur meltanleiki
örverupróteins í mjógirni sé fremur stöðugur, eða um 85%.
Hér að framan er íjallað um hvern einstakan þátt sem
próteinmatið byggir á. Með hliðsjón af því skulum við næst
skoða fáein dæmi um útreikning á NAM og PJV í nokkrum
fóðurtegundum.
Eftirfarandi reiknilíkingar eru notaðar við útreikning á
NAM og PJV. Allar magntölur eru í g í kg þurrefnis:
1. Óniðurbrotið fóðurprótein (ÓNP) = HP x (1-LP);
1.1 NAM í ÓNP úr grófTóðri = ÓNP x 0,65 x 0,82;
1.2 NAM í ÓNP úr kjarnfóðri = ÓNP x 0,85 x 0,82;
2. NAM úr örverupróteini = 0,125 x MKOL x 0,85;
3. Próteinjafnvægi í vömb PJV = (HP x LP) - (0,125 x
MKOL : 0,70;)'
1 Gcrt er ráð fyrir að af örverupróteininu séu um 70% eiginlegt prótein.
Skýringar á skammstöfunum:
HP hráprótein í fóðri, g í kg þurrefnis.
LP niðurbrot próteins í vömb, %o.
NAM nýtanlegar amínósýrur í mjógirni.
ÓNP óniðurbrodð fóðurprótein, g í kg þurrefnis.
MKOL kolvetni meltanleg í vömb, g í kg þurrefnis.
PJV próteinjafnvægi í vömb, g í kg þurrefnis.
NAM-gildið fyrir hvern fóðurskammt fæst með því að
leggja saman útkomu úr viðkomandi líkingu, þ.e. 1.1+2
ef fóðurskammturinn er aðeins gróffóður, annars liði 1.1 +
1.2 + 2 efkjarnfóður er hluti fóðurskammtsins.
A sama hátt og „meltanlegt prótein“, er nú gefið upp
á efnagreiningaseðlum og á seðlum sem fylgja kjarnfóðri,
er ekkert því til fyrirstöðu að ,,nýju-gildin“ (NAM og PJV)
verði í framtíðinni sérreiknuð og uppgefin á sömu seðlum.
Hér að neðan er sýnt (tilbúið) dæmi um fóðurtöflu þar
sem nýju gildin eru gefin upp í g í kg þurrefnis.
105