Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Side 17

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Side 17
19 Athugasemdir. Þessi síðustu ár hafa verið viðreisnarár Söludeildarinnar eftir styrjaldarárin og dýrtiðarkreppuna verstu árin, 1920 og 1921. Veruleg viðreisn byrjar pó ekki fyrri en 1924. — í árslok 1923 er Söludeildin búin að eyða öllutn varasjóði sínum og 3ja—4ra ára ágóða af verslunarrekstrinum, til þess að lækka verð dýr- tíðarvaranna og reisa sig úr stríðsárarústunum. En pá hefir hún líka komið ár sinni svo fyrir borð, að hún getur byrjað árið 1924 með ósviknum kröftum, án pess að hafa sótt nokk- urn styrk til annara en síns eigin varasjóðs, eða að hafa eytt nokkrum eyri af stofnsjóðnum. — Þetta má nú raunar kalla góða niðurstöðu, í samanburði við mörg önnur dæmi í versl- unarheiminum, því fremur, sem verslunarveltan var — af sparn- aðarástæðum - - ákaflega mikið minkuð á árunum 1921 og 1922, eins og sjá má af síðasta ársriti K. Þ., svo að pá gat ekki verið um nokkurn söluágóða að ræða. Árið 1923 var versl- unin nokkuð aukin, svo að hún gaf sæmilegan ágóða, og pað reið baggamuninn. Enginn tekjuafgangur gat samt orðið í rekstursreikningnum pað árið, en í lok ársins 1924 er hreinn tekjuafgangur orðinn kr. 6919,87. — Varlegra pótti samt, að úthluta ekki pessum ágóða til viðskiftainannanna í árslokin, heldur geyma hann par til reynt væri til fulls, að Söludeildin stæði föstum fótum. 2*

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.