Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Side 34

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Side 34
36 Það virðist svo, sem slikt ætti að vekja eftirtekt pjóðarinn- ar, og hrinda á stað einhverjum athöfnum frá hálfu [)ings og stjórnar. Hverjar eru aðalorsakirnar til þessarar óvissu á ullarmarkað- inum? Hvað getur þjóðin gert til þess að tryggja sér markað fyrir ullina? Hvað geta framleiðendurnir gert til þess að gera vöru sina útgengilegri? Hvað mikinn þátt á verkun ullarinnar, flokkun hennar og allur frágangur í verðgildi hennar og áliti? Er hægt að breyta ullarfari sauðfjárins hér svo, að ullin verði útgengilegri og eftirsóttari vara? Þessum spurningum verður að svara, ekki með getgátum eða bollaleggingum út i bláinn, heldur með fullri vissu, eftir ítarlega rannsókn, gerða af skyn- berandi og vönduðum mönnum. Það verður alveg órannsakað mál, hve miklu strangt mat og nákvæm og rétt flokkun ullurinnar gæti orkað, bæði út á við á markaðinn og inn á við á framleiðendurna; ef t. d. að ullin væri metin og flokkuð eins stranglega og fiskurinn er met- inn og flokkaður. Þetta alt er mikið verkefni og afarnauðsynlegt, og ullarfram- leiðendurnir verða sjálfir að hrinda pví til framkvæmda. B J.

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.