Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Page 57

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Page 57
59 Athugasemdir. Þessi tvö síöustu ár hefir stofnsjóður félagsmanna vaxið úr kr. 155881,05 í kr. 174797,78, eða um kr. 21916,73, sem er sama sem kr. 10958,36 á ári. Hinn 31. des. 1922 áttu félagsmenn að meðaltati kr. 230,40 hver í sjóðnum, en 31. des. 1924 kr. 274,40. Hefir þá meðal- eignin vaxið um 22 kr. á ári, og er það minna en meðalvöxt- ur að undanförnu, enda hefir mikið verið útborgað af eignum þessi árin, til dánarbúa og burtfluttra félagsmanna, og nokkuð hefir verið tekið uþp i skuldir einstakra manna, setn hröklast hafa úr félaginu eftir hið hóflausa aðstreynii á stríðsárunum, einkum af Iausingjum og daglaunamönnum, sem ekki gátu full- nægt félagsskyldum sinum, þegar til kom, enda reyndust lítt félagsþroskaðir. Þessi tvö ár hafa útborganirnar úr sjóðnum numið i heild- inni nær þvi eins miklu og ársinnlögin, sVo að sjóðurinn hefir vaxið litlu meira en rentunum nemur af honum, en þær eru nú orðnar stærri (ipphæð en öll ársinnlögin, eins og skýrslan sýnir. r

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.