Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Page 61

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Page 61
63 Kjötflokkunin. Menn hefir frá öndverðu greint á um pað hér í K. Þ., hvort hinar lögskipuðu reglur um flokkun útflutnings-kjötsins væru heppilega eða réttlátlega settar. í siðasta ársriti K. Þ. 1923 var ljóslega sýnt fram á pað, að grundvöllur kjötflokkunarinnar er miðaður við sýo lágar kröfur til sauðfjárræktunar og svo lélegt sauðfé, að allur meginhluti sláturfjár úr mestu rýrðarsveitum landsins og peim, er lægst standa í sauðfjárrækt, geti náð í svokallaðan „prima“-flokk. — Nægir petta eitt til að sýna, hversu vanhugsuð flokkunin er, pví að hvergi um heim allan, par sem vöruflokkun og vöru- mat er til, mun pannig til pess stofnað, að fyrirfram sé séð fyrir pví, að framleiðendurnir purfi ekki eftir neinu að keppa, tíl pess að ná i hæsta flpkk með vöru sína. Hitt er aðalregl- an, að gera svo iniklar kröfur til fyrsta flokks vöru, að í pann flokk nái ekki, að minsta kosti fyrst um< sinn, nema helmingur eða minni hluti framleiðslu peirrar, sem metin er og flokkuð. Má vitna til reynslu um pað, bæði utanlands og innan, að há- ar kröfur til vöruflokkunar hafa ætíð haft hin æskilegustu áhrif til að bæta vöruna, sem fram er boðin, og uppræta úrkasts- vöru, sem eklci borgar sig að framleiða vegna pess gengis- leysis, sem hún hefir á markaðinum. Þessi var reynslan í ailri kvikfjárrækt dönsku bændanna, sem settu kröfurnar til fyrsta flokks vöru svo hátt, að lítill hluti framleiðslunnar náði i pann flokk fyrst í stað. Og i okkar eigin félagi höfum við ápreifanlegasta dæmið i peim áhrifum, sem kröfurnar til út- flutningssauðanna — og pó einkum mismunurinn á verðlagn- ingu þeirra efiir vœnleika — höfðu á félagsmenn í K. Þ. til pess að bæta fjárkyn sitt á fáum árum, svo að pað næði sett- um kröfum til fyrsta fiokks, og eigendur nyti peirra hagsmuna i verðlagningunni, sem var í beinu hlutfalli við vænleik sauð- anna,*) Þessar regtur settu félagsmenn sér sjálfir án íhlutun- *) Á árunum frá 1886—1895 hækkaði meðalvigt allra 2ja vetra sauða 1 K. Þ. úr 114 pundum upp í 129 pund. Lægsta

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.