Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Side 17

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1916, Side 17
19 merkilegt. Vonast eg til að fá tækifæri til að víkja ræki- legar að þessu atriði á öörum stað á fundinum. Þá hefi eg safnað skýrslum um smábýli og grasbýli. í rauninni er mjög ilt að fá nokkrar ábyggilegar upp- lýsingar hjá fólki. Ekki af því að það vilji ekki láta þær í té, heldur af hinu, að alla vantar hina nauðsynlegustu reikningsundirstöðu til að styðja með ályktanir sínar. Er hér einnig mikið verk fyrir Sambandið, og verður kanske vikið nánar að því eini. Alls tók eg 5 skýrslur um smábýli og 4 um grasbýli. Fylgja skýrslur þessar hér með. Aðalstarfið hefir verið túnmælingastarfið. Af fleiri ástæðum gat eg ekki byrjað mælingar fyr en um miðjan júlí, en hélt þeim samt áfram, að svo miklu leyti sem heilsa mín leyfði, fram um 7. október. A þessum tíma hefi eg lokið mælingu í Borgar- og Loðmundarfjarða hreppum, og byrjað í Seyðisfjarðar og Eiða hreppum. Alls hefi eg mælt tún á 44 jörðum, með til samans 79 býlum. Alstaðar er mælingunni hagað þannig, að tún hvers býlis er mælt út af fyrir sig, svo að af því má gera sérstakt kort, nema á Bakka í Borgarfirði, þar lét hreppstjórinn það skýrt í ljósi að hann vildi ekki láta mæla í sundur öll stykki úr Bakkatúninu, sem til- heyrðu hinum ýmsu ábúöndum. Var því að eins mælt í sundur land hreppsins og verslun^>rinnar. Mælingin hefir verið gerð með borði, og túnunum flestum skilað með smækkuninni 1: 1000; var það ósk allra jarðeiganda, sem eg mældi hjá. Til mælinganna og ferðalaga, sem þær höfðu í för með 2*

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.